Menntamál - 01.12.1954, Blaðsíða 76
110
MENNTAMÁL
BJÖRN GUÐMUNDSSON talkennari:
Um má lhelti.
Menntamál hafa lagt eftirfarandi spurningar fyrir
Björn Guðmundsson:
1. Þér hafið lokið viðurkenndu námi í kennslu málhaltra barna í
Danmörku. Hvaða kriifur gera Danir um menntun slíkra kennara?
2. Við hvað er einkum átt, þegar barn er talið málhalt?
3. Er yður nokkuð kunnugt um hlutfallstölu barna í íslenzkum skól-
um, sem eru svo málhölt, að þau þarfnist sérstakrar kennslu?
4. Hver ráð mynduð þér helzt gefa kennara, sem hefur málhalt
barn í bekk sínum?
1. — Árin 1951—1953 var ég við framhaldsnám í Dan-
mörku. Fyrra árið lagði ég einkum stund á tungumála- og
uppeldisfræðinám við kennaraháskólann í Kaupmanna-
höfn, en tók þar jafnframt þátt í námskeiði í framsagnar-
list, raddmyndun og raddþjálfum, undir leiðsögn fröken
Gertrud Egede magisters og yfirkennara við Statens
institut for talelidende í Kaupmannahöfn. Kynntist ég þá
nokkuð starfi því, sem unnið er í Danmörku fyrir fólk, sem
á við erfiðleika eða sjúkdóma að etja í sambandi við rödd
og málfar, enda kom ég oft í stofnun þá í Hellerup, er tekur
á móti slíku fólki til aðgerða og lækninga. Þar var þá mál-
hölt stúlka frá íslandi, og var ég beðinn að aðstoða við að
kenna henni, þar eð hún var talin hafa mjög takmarkað
gagn af kennslu á dönsku. Ég komst að raun um, að marg-
ir íslendingar leita til Danmerkur í þeim tilgangi að fá
lagfæringu eða lækningu á málhelti, og hafa þeir oft tak-
mörkuð not af dvölinni þar, þrátt fyrir mikinn tilkostnað,
þar eð þeir njóta ekki leiðsagnar á sínu eigin móðurmáli.
Þetta var starfsfólki stofnunarinnar vel ljóst, enda hvatti
það mig til að takast þetta starf á hendur heima á íslandi.
— Þá var mér einnig ljóst, að nauðsynlegt var að koma á