Menntamál - 01.12.1954, Blaðsíða 86
120
MENNTAMÁL
ans vitnisburður í orðum í helztu námsgreinum skólans.
Vitnisburð í tölum hafa brezkir kennarar kveðið niður
fyrir löngu. Jafnframt fylgir svo mjög ýtarleg umsögn
skólans um framkomu og ástundun nemandans. Fram-
haldsskólinn fær því eins glögga og góða lýsingu á hæfni
og framkomu hvers nemanda og unnt er að gefa. Hefur
það tvímælalaust mjög mikla kosti.
Skólatíminn er töluvert frábrugðinn því, sem er hjá okk-
ur. Námstíminn nær yfir miklu lengra tímabil, eða frá
septemberbyrjun og fram til tuttugasta júlí. Þar frá drag-
ast að sjálfsögðu öll hátíðaleyfi, laugardagsleyfi og nokk-
ur önnur. Sú venja hefur lengi verið í Bretlandi að kenna
ekki á laugardögum. Þótti brezkum kennurum harla kyn-
legt, að við skyldum kenna á laugardögum, en öfunduðu
okkur hins vegar af löngu sumarleyfi.
Daglegur skólatími er þar líka miklu lengri en hér yfir-
leitt. Hann er samfellt frá kl. níu til sextán, eða níu og
hálf til sextán og hálf, en yngri börn eru hálftíma skem-
ur. Börnin fara ekki heim í matartíma. Af því leiðir, að
þau verða að borða í skólanum, enda er vel fyrir því séð. Á
þessu tímabili sér skólinn þeim tvisvar fyrir næringu. Um
kl. hálf ellefu fá þau mjólk og brauðbita, og um kl. hálf
eitt fá þau heitan mat. Er þá eins og hálfs kluklcutíma mat-
arhlé. Maturinn var alls staðar, þar sem ég kom, snyrti-
lega fram reiddur og góður, og virtist ekkert til hans spar-
að. — Eins og að líkum lætur, taka matgjafirnar mikinn
tíma og valda margs konar erfiðleikum og óhemju kostn-
aði. Menn geta auðveldlega gert sér það í hugarlund, þeg-
ar um skóla með mörg hundruð nemendum er alls staðar
að ræða. Hver nemandi greiðir daglega ofurlitla upphæð
til kennara síns fyrir matinn, (hæst sjö pence, en lægst
fimm), og fá kennarar einnig mat með mjög vægu verði.
Þótt kennarar séu ekkert hrifnir af þessu matgjafafyrir-
komulagi í sambandi við skólahaldið, sem vart er von, er
það talin óhjákvæmileg nauðsyn, enda lagaleg skylda