Menntamál - 01.12.1954, Blaðsíða 72
106
MENNTAMÁL
Þá mun ég gera nokkra grein fyrir öðrum þætti í tengsl-
um háskóla og kennaraskóla. Mun ég þó fyrst skýra, hvers
vegna ekki hefur verið horfið almennt að því ráði, að veita
barnakennurum í Stóra-Bretlandi háskólamenntun í full-
um skilningi þess orðs, heldur hefur þróazt kerfi, þar sem
háskólinn rúmar öll snið kennaramenntunarinnar.
Fyrsta ástæðan er þesi: Háskólastúdentar okkar eru
um 80.000. Enginn efi virðist vera á því, að mannvali há-
skólastúdenta mundi hraka, ef þeim yrði f jölgáð verulega.
Er ég tala um verulega f jölgun, kemur það af því, að sjálf-
ur er ég á þeirri skoðun, að fjölga mætti stúdentum í
100.000 án þess að teljandi, ef nokkur, rýrnun á mann-
kostum kæmi til. Ef við endurbættum ýmsa af skólum okk-
ar, hygg ég, að tvöfalda mætti stúdentatöluna, án þess að
nokkur rýrnun yrði á mannvali háskólanna yfirleitt. En
skoðun mín ræður ekki úrslitum. Flestir háskólamenn og
stjórnmálamenn í Stóra-Bretlandi telja, að ekki verði
fjölgað háskólastúdentum án þess að mannvalið spillist.
Og allir eru á einu máli um, að svo megi ekki verða. Þótt
sumir telji æskilegt að fjölga stúdentum, þá verður að
líta á þá staðreynd, að andstaðan gegn því er svo mikil,
að því verður ekki komið fram.
Með hliðsjón af þessum staðreyndum þurfti Mc Nair-
nefndin að skila áliti sínu um kennaramenntunina. Hún
varð auk þess að gera sér ljóst, að ekki má of stór hundr-
aðshluti háskólagenginna manna gerast barnakennarar,
ef hlutur iðnaðar, vísinda, ríkis, kirkju og heilbrigðisþjón-
ustu í nýgræðingnum á ekki að skerðast um of. í fám orð-
um sagt má ekki nema takmarkaður hluti háskólamanna
gerast kennarar, ef þjóðinni á ekki að stafa hætta af því.
Þá er þess enn að minnast, að í Englandi er sú háskóla-
menntun ein talin fullkomin (ideal), er stúdentarnir
vinna ekki aðeins í háskólanum, heldur búa þar einnig. Að
vísu búa margir stúdentar heima hjá sér og ganga til
vinnu sinnar í háskólanum. En í hjörtum okkar teljum við