Menntamál - 01.12.1954, Blaðsíða 153
MENNTAMÁL
187
vegna stöðu þeirra í þjóðfélaginu, og gæti það grafið svo um sig í
hug þeirra og hjarta, að erfitt yrði að uppræta síðar.“
Finnland:
Finnland var fyrsta land heimsins, er gerði það að lögum fyrir tíu
árum, að öll börn í barnaskólum ættu rétt á einum málsverði ókeyp-
is á dag í skólum. Nú eru gerðar þar tilraunir með sérstakan matseð-
il. Er þar enginn réttur heitur, en hins vegar fá börnin vænan skammt
af brauði, smjöri, osti og ávöxtum.
Frakkland:
Franska útvarpið hefur tekið upp það nýmæli að helga barnaskólun-
um sérstaka dagskrá. í dagskránni koma fram ýmsir nemendur, ekki
aðeins þeir beztu, heldur eins og gerist yfirleitt í hverjum skóla. Reynt
er að bregða upp sem gleggstri mynd af skólanum, sögu hans og legu,
og kynna athafnir utan skólans, svo sem íþróttir, hljómlistarlíf o. fl.
England:
Fræðslumálastjórnin í Hertfordshire hefur í tilraunaskyni gefið
nokkrum skólastjórum frjálsar hendur um kaup á efnivið og öðrum
skólavörum með því að heimila til þess ákveðna fjárhæð handa hverj-
um nemanda. Er ætlunin að auka ennfrcmur fjármálasjálfræði 20
skóla, sem sérstaklega verða til þess valdir, í nokkrum greinum, þar
sem ekki er hægt að miða kostnað við nemendafjölda, t. d. ljós og
hita.
Svíþjóð:
Skólastjórar gagnfræðaskólanna í Blackenberg (Stokkliólmi) og í
Falun hafa tekið upp Jiá venju að senda helming nemenda úr ein-
um bekk til vikudvalar hvor hjá öðrum. Stunda nemendurnir þá nám
í liliðstæðum bekk í skólanum, sem þeir lieimsækja, og búa á heim-
ilum bekkjarsystkina sinna. í Falun er sérstakur íþróttadagur helg-
aður hinum ungu Stokkhólmsbúum, en sveitanemendurnir skoða söfn
og fara í leikhús, á meðan þeir dveljast í höfuðborginni.
Ráðstjórnarrikin:
Þar sem uppeldi barna af hálfu foreldra er þáttur í liinu kommún-
iska uppeldi, leggur bæði flokkurinn og ríkisstjórnin mikla áherzlu á
uppeldishlutverk fjölskyldunnar. Lög frá 1. sept. 1953 um lengd
vinnudagsins veita foreldrum meiri tíma en áður til þess að sinna
börnum slnum. Allir foreldrar verða að skilja, að uppeldisskylda Jieirra
skiptir eins mikln rnáli fyrir Jjjóðfélagið og rikið og sjálf framleiðslu-
störfin.