Menntamál - 01.12.1954, Blaðsíða 64
98
MENNTAMÁL
FRÁ UNESCO
Með sívaxandi efnalegum og andlegum viðskiptum þjóða
vex nauðsyn á því að flytja það eitt heim og veita það öðr-
um, sem menningarauki er að. Margs konar alþjóðleg sam-
tök hafa sett sér það markmið að efla mannvænlega sam-
vinnu þjóða. Þau alþjóðleg samtök, er ég ætla, að standi
kennurum einna næst og fjalla um efni, er þá varðar sér-
staklega, er menningar- og vísindastofnun sameinuðu
þjóðanna, UNESCO. Aðild að stofnun þessari kemur
mönnum í kallfæri og jafnvel snertingu við ágæta starfs-
bræður víða um heim. Þykir mér gegna nokkurri furðu,
að Islendingar hafa ekki gerzt aðilar að UNESCO, þeir
eru þó félagar í ýmsum öðrum stofnunum SÞ.
Stefna var lögð í London 1.—16. nóvember 1945 til
þess að koma á fót menningar- og vísindastofnun SÞ. Var
hún boðuð af stjórnum Bretlands og Frakklands, en ráð-
stefnan í San Franzisco og menntamálaráðherrar Banda-
manna nefndu þátttakendur. Stofnun þessi skyldi vinna
að framkvæmd á þriðju málsgrein fyrsta kafla í sátt-
mála SÞ. Fjörutíu og fjögur ríki áttu fulltrúa á ráðstefnu
þessari, þeirra á meðal Noregur og Danmörk.
I yfirlýsingu frá ráðstefnunni, sem jafnframt er for-
máli að reglugerð UNESCO, segir svo m. a.: „Þar sem ...
uppeldi allra til réttlætis, friðar og ástar á frelsi eru skil-
yrði fyrir mannlegri sæmd og heilög skylda, er allar þjóð-
ir verða að rækja með gagnkvæmri hjálpsemi og hlut-
tekningu, en friður, sem einvörðungu skal verndaður með
efnahagslegum og stjórnmálalegum samningum þjóða í
milli, getur ekki öðlazt einróma, varanlegt og einlægt
samþykki þjóða, þá hlýtur varanlegur friður að hvíla á
andlegri og siðferðilegri samábyrgð mannkyns.
Fyrir þessar sakir og í trú á rétt allra á óskertum og