Menntamál - 01.12.1954, Blaðsíða 144
178
MENNTAMÁL
Fréttir frá fræðslumálaskrifstofunni.
I. I embœtli hafa látizt á síðasta skólaári.
Armann Halldórsson, mag. art., námsstjóri, Reykjavík. Bjarni
Aðalbjarnarson, dr. phil., kennari við Flensborgarskólann í Hafnar-
firði. Óskar L. Steinsson, kennari við barnaskólann í Hafnarfirði.
Ragnar M. Einarsson, kennari, Auðkúluskólahverfi, Vestur-ísafjarðar-
sýslu. Þorsteinn G. Sigurðsson, kennari við Miðbæjarskólann i Reykja-
vík. Einar Loftsson kennari við Miðbæjarskólann í Reykjavík. Hafði
nann ekki starfað s. 1. ár vegna veikinda.
II. Hœttir störfum.
Þessir barnakennarar liafa látið af embætti fyrir aldurs sakir:
F.inarína Guðmundsdóttir, Eskifirði. Ingibjörg Sigurðardóttir,
Reykjavik, Jóhannes L. Jónasson, Reykjavík. Sigurbjörg Jónsdóttir.
Reykjavík. Sigurður Sigurðsson frá Kálfafelli, Reykjavík. Steinunn
Bjartmarsdóttir, Reykjavfk. Þorvaldur Guðmundsson, Sauðárkróki.
III. Orlof.
Þessir kennarar hafa fengið orlof skólaárið 1954—1955:
a. frá framhaldsskólum: Gunnar Klængsson, kennari við Kenn-
araskólann. Guðmundur Gíslason, skólastjóri, Reykjaskóla, V.-Hún.
Jakobína Pálmadóttir, kennari við húsmæðraskólann á ísafriði. Jó-
hann Jóhannsson, skólastjóri við Gagnfræðaskólann á Siglufirði.
b. frá barnaskólum: Jón Kristgeirsson, kennari, Reykjavík. Magnús
Magnússon, kennari, Reykjavik. Sigurður Magnússon, kennari Reykja-
vík. Vigdís Björnsdóttir, kennari, Reykjavík.
Áður ltafa alls 29 kennarar, 17 frá barnaskólum og 12 frá fram-
haldsskólum, fengið orlof samkvæmt heimild fræðslulaga frá 1946.
IV. Námsstjórar.
Nýlega hefur menntamálaráðuneytið falið Stefáni Jónssyni náms-
stjóra að annast námsstjórn á Norðurlandi til bráðabirgða, unz annað
kann að verða ákveðið. Takmörk umdæmisins óákveðin enn þá. Eng-
inn námsstjóri er ráðinn fyrir Austfirði. Von er til, að úr því rætist
bráðum, þvi að námstjórastaða hefur verið auglýst til umsóknar. Verð-
ur sá námstjóri væntanlega á Austurlandi.