Menntamál - 01.12.1954, Blaðsíða 25
menntamál
59
einstaklingarina. Skólarnir eiga að vera til iyrir æskulýðinn og vera
gróðurreitir hans, en ekki æskulýðurinn fyrir skólana.“ — „Ég er
dálítið liræddur við hið kerfisbundna skólalyrirkomulag samkvæmt
fræðslulögunum. Er þó ljós sú brýna nauðsyn að tryggja ungling-
unum fullkomið viðhald kunnáttu sinnar í íslenzku og stærðfræði
frá fullnaðarprófi unz þeir fara I aðra skóla samkvæmt frjálsu vali, t. d.
í sveitum með stuttum námskeiðum. Vakning, ýtt utidir sjálfsnám,
ekki þrælkun.“ — „Mér finnst skólar okkar of mikil eftiröpun eftir skól-
um annarra þjóða. Þjóðlegra verðmæta ætti að gæta þar meira. Saga
okkar og tunga á að fá meira rúm í starfsskrá skólanna en nú er. Skað-
laust væri að kippa ýmsu öðru burt I staðinn. Börnin ættu að útskrif-
ast úr barnaskólunum 13—14 ára. Unglingaskólarnir ættu að vera
frjálsir. Héraðsskólarnir próflausir, þjóðlegir æskulýðsskólar. Skóla-
skyldan til 15 ára aldurs ætti að íalla niður, af þvl að mikill hluti barn-
anna er óhæfur til bóknáms og verknámið yrði of dýrt fyrir ríkið.“
Tólf af fimmtán gagnrýnendum vilja stytta skólaskyld-
una, ýmist vilja þeir, að hún hef jist síðar eða að henni ljúki
fyrr.
„... Löng skólavist er mörgum ekki að skapi, og það er ekki rétt að
neyða neinn með lagasetningu til að sitja á skólabekk frá 7—15 ára.“
„Það væri þá lielzt, að skólaskylda væri ekki fastákveðin til 15 ára
aldurs. Mín reynsla er sú, að hvíld frá námi éinn vetur 14—15 ára
eða þar um bil hafi oft gerbreytt ungmennum, sem voru orðin leið
eða körg.“
Sumir bera fram ákveðnar tillögur um skólaskyldu og
kennslugreinar:
„Ég tel hæfilegt, að I sveit sé skólaskylda ákveðin á aldrinum 9—11
ára og 13—15 ára. Auk þess sé 6 mán. þegnskaparvinna unnin á aldr-
inum 16—18 ára. Við kennslu barna á aldrinum 9—11 ára skal leggja
áherzlu á lestur, skrift, reikning og teiknun. Eldri aldursflokk, 13—15,
skal svo kennt það bóknám, er nauðsynlegt telst, handavinna, sund
og leikfimi. Auk þess verklegt nám í garðrækt og trjárækt á námskeið-
um að vorinu. Vekja skal áliuga á hagkvæmum aðferðum við þau
störf, er tíðkast i héraðinu."
Gagnrýni á skólalöggjöf.
21. Skólaskylda barna yngri en 11 ára sé stytt.
Börnin komi í skólann til náms aðeins annan hvern dag, 3—4 40
niínútna stundir. Þá ætti að geta orðið helmingi færri í bekkjardeild-
um. Kennsla og heimanám notast mun betur, auk þess sem góður
kennari gæti fremur haft persónuleg áhrif á börnin til liins betra.