Menntamál - 01.12.1954, Blaðsíða 89
MENNTAMÁL
123
þeir telja ástæðu til. Engir aðrir hafa leyfi til að nota hana.
— Margir skólastjórar sögðu mér, að reyrinn væri mjög
sjaldan notaður nú, og aldrei nema sem allra síðasta úr-
ræði. Dagar hans væru þegar taldir. Kom okkur yfirleitt
vel saman um, að reyrinn væri ekki vel fallinn til þess að
milda hug barnsins. Þó kom ég í skóla, þar sem reyrinn
hafði verið notaður á nokkra nemendur. Skylt er að bók-
færa slíka nemendur, skýra frá því, hvernig refsingin hafi
farið fram og hvers vegna. En, sem sagt, líkamlegar refs-
ingar teljast til hreinna undantekninga í öllum þeim mörgu
skólum, sem ég heimsótti.
Sparnaðarstarfsemi á öllu skólaskyldustiginu er afar
víðtæk og vel skipulögð, ekki sízt í Skotlandi, og hefur svo
verið lengi. Á því sviði starfa t. d. sérstakir erindrekar,
blöð eru gefin út, sægur margs konar korta og mynda,
kvikmyndir, skuggamyndir og sitt hvað fleira, — allt í
þeim tilgangi að örva sparnaðarviðleitnina. Margs konar
keppni fer fram innan skólanna um titilinn: mestu safn-
endur vikunnar eða mánaðarins, o. s. frv. Dáðist ég mjög
að þessu, og ber að fagna því af heilum hug, að slík starf-
semi skuli nú loks vera að festa rætur hér hjá okkur. Það
er vissulega tími til þess kominn.
Foreldrafélög eru allvíða, þar sem ég fór um. Voru
fundahöld þar regluleg og skipulögð með löngum fyrir-
vara. Þóttu félögin víðast hvar gefast vel og vera skóla-
starfinu til mikillar blessunar. Var mér ýmislegt sagt því
til sönnunar. Sumir skólar höfðu og reglulega fundi með
foreldrum nemenda ákveðinna bekkja, og mæltu eindregið
með því kynningarformi, enda er það mjög að breiðast út.
— Yfirleitt kom það nær undantekningarlaust skýrt í ljós,
að brezkir skólamenn telja sambandið við heimilin mjög
mikilvægt og reyna að stuðla að því, að það geti orðið sem
bezt.
Um brezku skólahúsin má segja það sama og víða ann-
ars staðar: Þau eru misjöfn. Þar eru gamlir skólar og