Menntamál - 01.12.1954, Blaðsíða 97
menntamál
131
voru sendir sinn í hverja áttina, einn og einn til ýmissa
staða, helzt smáborga eða þorpa með sem ólíkustum stað-
háttum og atvinnulífi, til þess að gestunum gæfist kostur
á að sjá og kynnast sem flestum hliðum þjóðlífsins.
Ég get þessa til þess að gera ljóst, að hver einstaklingur
gat ekki kynnzt af eigin sjón og raun meira en sáralitlum
hluta af þessu víða landi og voldugu þjóð. Og af þeirri
fræðslu, sem við fengum, skildum við, að ekki er hægt að
draga ályktanir um alþýðufræðslu allra Bandaríkjanna af
einni borg eða jafnvel einu ríki. Fræðslukröfur þær, sem
gerðar eru í lögum allsherjarríkisins eru svo litlar og laus-
legar að segja má, að hvert hinna 48 ríkja skipi skólamál-
um sínum og fræðslulöggjöf algerlega að eigin vild. Því er
það, að t. d. skólaskylda er mjög mislöng í ríkjunum og
eins árlegur starfstími skóla. Fjöldi kirkju- eða trúarfélaga
reka einkaskóla, og fer það þá mjög eftir efnahag og
ástæðum, hve vel er að þeim skólum búið. Eykur þetta enn
á mismuninn.
Skólar hvers sambandsríkis eru mjög sjálfstæðir fjár-
hagslega. Bæði hafa þeim verið lagðar arðbærar eignir,
mest í löndum, og tryggðar fastar tekjur af ýmsum skött-
um. Ríkið leggur lítið eitt fram, sums staðar ekki nema
10—15%. Skólanefndir annast því fjárreiður og hafa ráð
skólanna og kennaranna í hendi sér, óháðar bæjar- og ríkis-
stjórn. Þær eru kosnar almennum kosningum, og virtist
mér litlu minni áhugi á því, hverjir næðu kosningu í skóla-
nefnd en bæjarstjórn þar sem ég var staddur, er kosning
fór fram.
í dreifbýlinu úti á landsbyggðinni hefur orðið svipuð
þróun og hér. Vélar leysa mannshöndina af hólmi, fólkið
flytur til borga, skólar standa hálftómir. Öfluglega er unn-
ið að því að sameina skólahverfi, reisa nýja, stóra skóla og
flytja nemendurna til og frá í bílum. Ég kom í einn slíkan
skóla, sem hafði 11 stóra langleiðavagna til þess að flytja
börnin í skóla og úr.