Menntamál - 01.12.1954, Blaðsíða 26
60
MENNTAMÁL
Allur agi yrði auðveldari og síður liætt við námsleiða eða jafnvel hatri,
sem sumum virðist endast fram eftir árum og verða undirrót spell-
virkja og ýntissa lasta. Börn 11—13 ára yrðu skólaskyld eins og nú, 4—5
40 mínútna stundir á dag. Þó þannig að annan daginn sé allt námið
verklegt, eða látið skiptast á íþróttir, handavinnu, söng o. fl. Ung-
lingar á aldri 14—16 ára séu skólaskyldir líkt og nú. Þó þannig að
nemendur geti valið um tvær eða fleiri deildir, sem legðu mismun-
andi áherzlu á hinar ýmsu námsgreinar. Sé þetta nám að nokkru mið-
að við, hvaða starf nemandinn sé líklegur til að kjósa í framtíðinni,
þannig að sem hezt komi að gagni í hversdagslífinu. Lögð skal áherzla
á frjálsræði og ábyrgð í starfi og námi.
Ríki eða bæjarfélög láti starfrækja barnagarða (í stærstu kaup-
stöðum) bæði vetur og sumar, þar sem staðhættir eru fyrir börn til
frjálsra leikja í skauli náttúrunnar. A vissum tímum séu haldin smá-
námskeið í íþróttum, leikjum, átthagafræði og grasafræði að sumri.
Lögleidd sé vinnuskylda að sumri fyrir unglinga á aldrinum 13—16
ára, og sé þá unnið að ræktun landsins, fyrst og fremst skógrækt, garð-
rækt í byggðarlaginu; jafnvel búskap, sandgræðslu o. 11.
Aðstaða slcóla, kennslutæki.
Af þeim 28, er koma í þennan lið, leggja 5 einkum áherzlu
á framkvæmd fræðslulaganna:
„Strangari kröfur þarf að gera til þess, að sérhvert fræðsluhérað
fullnægi þeim kröfum um kennslu og skólahald, sem ætlazt er til og
lög mæla fyrir. Það nær t. d. engri átt, að fátækt hreppsfélaga orsaki
Jiað, að notast verður við óhæft skólahúsnæði og leikvelli. Ríkið verð-
ur þá að taka í taumana, engu síður en ef hreppsfélagið getur ekki
staðið straum af fátækraframfæri sínu. Samræma þarf nú Jsegar náms-
skrár barna- og framhaldsskóla. Ætla verður mun færri nemendur á
kennara í litlu skólunum, Jiar sem ekki er hægt að skipta nemend-
um 1 deildir eftir getu og aldri."
Nokkrir nefna fyrst og fremst húsnæði, og eru þeir allir
í sveit. Þrír þeirra vilja afnema alla farskóla og fá heima-
vistar- eða heimangönguskóla í staðinn. Ein rödd andmælir
hins vegar þessari lausn, en bendir ekki á aðra.
„Koma þarf húsnæðismálum skólanna í það horf, að viðunandi
sé fyrir kennara og börn. Hvert skólaskylt barn ætti að hafa skilyrði
til að sækja góðan skóla, en mikið vantar á að svo sé.“ — „Meiri og betri
húsakost. Meira samræmi milli sveita- og kaupstaðaskóla, þannig að
ekki séu fleiri en einn aldursflokkur í bekk eða deild. Sameining