Menntamál - 01.12.1954, Blaðsíða 124
158
MENNTAMÁL
En um leið og ég þakka bræðrunum framtak þeirra og
hvet sem flesta kennara og skólastjóra til að nota söng-
bókina sem kennslubók, vil ég lýsa aðdáun minni á því
frábæra handbragði, sem einkennir fjölritun nótna og
texta, en það verk hefur Hilmar Magnússon, skólastjóri,
leyst svo, að athygli vekur.
Helgi Þorláksson.
Ruslbólcmenntir.
Hörð hríð er nú víða gerð að hasarblöðum og glæparitum.
Ályktun var samþykkt á fulltrúaþingi S. I. B. og á móti
norðl. barnakennara gegn þeim, og Halldóra Eggertsdóttir
námstjóri flutti erindi um þessi mál á þingi framhalds-
skólakennara. Tímaritið Úrval birtir grein um hasarblöðin,
mjög skorinorða, og síðasta hefti, er hingað hefur borizt af
Unge Pædagoger, 6. hefti 1954, er einkum helgað barátt-
unni gegn hasarblöðunum. 1 ágústhefti af Book of the
Month frá Karnack í London er sagt frá bókinni Villains
Galore eftir Mary Noel, Mcmillan New York. En þar er
m. a. fjallað um hasarmyndirnar og eðli þeirra. í Dan-
mörku hefur mjög dregið úr útgáfu þeirra, eftir að ráð-
izt hefur verið til atlögu gegn þeim. En auk þess er bent á,
að fleira er varhugavert í nútímabókmenntum, einkum
vikuritum og skemmtiritum, en það er einkum ósannindi
þeirra, fölsun þeirra á staðreyndum, ósannar lýsingar á
mannlegum háttum og viðskiptum. Þetta er einnig mjög
glöggt auðkenni á mörgum kvikmyndum, og mun í eðli sínu
sízt þarfara en hryllimyndir, hvort heldur eru á vegg eða
í bók. Síðan þetta var ritað, hefur atlagan að ruslbók-
menntunum harnað mjög, sbr. einnig ályktanir kennara á
bls. 161 og áfram.
Hér fer á eftir listi um bunka af myndablöðum, er tíu
ára drengur flytur heim til sín í einu lagi:
1. Anders And & Co. 2. Lille Hiawatha. 3. Tarzan. 4.