Menntamál - 01.12.1954, Blaðsíða 69
MENNTAMÁL
103
þarfnast beinna kynna af fjölskyldum, sjúkrahúsum,
o. s. frv. Slík þekking er barnaskólakennurum (átt er
við kennslu barna yngri en 11 ára. Þýð.) og jafnvel kenn-
urum á aldursstiginu 11—15 ára þarfari en kennurum
eldri nemenda. Það fer eftir aldri nemendanna, hvort
kennarinn skal fremur vera, kveikjumaður eða garðyrkju-
maður.
Ef þið eruð mér sammála um það, að barnakennarinn
þarfnist miklu dýpri, eða ef tala skal háskólalega — meiri
félagslegs skilnings heldur en kennari eldri nemanda, þá
vænti ég, að við verðum enn á einu máli- um það, að há-
skólamenntun sú, sem veitt er í Evrópu, sé ef til vill ekki
aðeins einskis virði fyrir barnakennarann, heldur stund-
um beinlínis til tjóns. Ef þess skal krafizt af kennaraefn-
um í framtíðinni, að þeir hafi lokið prófum, sem veita
réttindi til háskólanáms svo sem „bakkaláreat" við Ecole
Normale í Frakklandi og stúdentsprófs í Þýzkalandi t. d.,
þá fullyrði ég, að margir, sem þurfa að leggja mjög að
sér til að ná þessum prófum, verða miður góðir barna-
kennarar síðar. Þið munuð enn vera á einu máli um það,
að nemi þurfi að hafa náð nokkrum þroska, er hann byrj-
ar nám, ef hann á að geta skilið fjölskyldulíf, heilbrigðis-
leg vandamál og félagslíf barna. Þess vegna vík ég því
til yðar, hvort við myndum geta orðið sammála um að
telja 18 ára aldur skulu vera lágmarksaldur fyrir þá,
sem hefja kennaranám. Sjálfur er ég andvígur sérhverju
skólakerfi eða kennaraskóla, sem veitir 15, 16 eða jafn-
vel 17 ára unglingum viðtöku til þess að búa þá undir
kennarastarf. Þess vegna legg ég til, að við hugleiðum,
hvort 18 ár eru ekki sá lágmarksaldur, er ljúka má al-
mennu uppeldi ungmennis. Þá fyrst skyldi það uppeldi
hefjast, sem miðast að vísu við væntanlega stöðu, en er
þó ekki sérmenntun í þröngri merkingu.
Ef þið eruð mér sammála um síðasta atriðið, mun okk-
ur eflaust semja um það næsta, nefnilega að menntun