Menntamál - 01.12.1954, Blaðsíða 83
MENNTAMÁL
117
Þýzkalands. Eftir þessa dvöl í lýðháskólum var kennurun-
um dreift um landið til vikudvalar í heimilum danskra
kennara. Var svo að heyra, þegar liðinu var aftur safnað
saman í höfuðstaðnum, að því hefði blátt áfram verið
opnaðar hlustunarstöðvar um Danmörku þvera og endi-
langa, frá Lálandi og Tönder til Limafjarðar, frá Esbjerg
til Præstö á austurströnd Sjálands, um Láland, Sjáland,
Fjón, Sámsey og Jótland. Varð þessi vika tvímælalaust
drýgst til kynningar, bæði að því er snertir skólastarfið og
þjóðlífið almennt.
Að þessari viku liðinni var öllum síðan stefnt til Kaup-
mannahafnar, og nú komið fyrir í einkaheimilum kennara
víðs vegar um svæði það, er í daglegu tali nefnist „Stor-
Köbenhavn.“ Skólastjórnir Kaupmannahafnar, Friðriks-
bergs og Gentofte buðu hópnum sinn daginn hver að skoða
skóla, bókasöfn og aðrar menningarstofnanir. Var þá ek-
ið víða um borgarsvæðið og bar margt fyrir augu. Loks
hélt menntamálaráðuneytið lokasamsæti föstudaginn 10.
september. Mættu þar Kaupmannahafnar-gestgjafarnir
og fulltrúar þeirra samtaka, sem að heimboðinu stóðu.
Um heimboð þetta skal það eitt sagt, að viðtökur allar
voru með afbrigðum góðar og förin hin ánægjulegasta í
alla staði. í hópnum voru kennarar frá Reykjavík, Vest-
mannaeyjum, Hafnarfirði, Akranesi, ísafirði, Akureyri,
Húsavík, Svalbarðseyri, Dalvík, Flateyri, Gerðum, Sand-
gerði, Hveragerði og Biskupstungum. Aðeins 7 af þátttak-
endum höfðu áður farið til annarra landa, þar af 5 til
Danmerkur. Þátttakendur voru á öllum aldri, frá 23 ára til
65, tveir þeir elztu með yfir 40 ára kennsluferil að baki.
Er ekki annað vitað en að allir hafi snúið heim jafnánægð-
ir með förina.
Þetta er í þriðja sinn, sem íslenzkir kennarar þiggja
slíkt heimboð til Danmerkur. Aðeins einu sinni hefur
dönskum kennurum verið boðið til íslands. Verður nú
ekki hjá því komizt að bjóða dönskum kennurum hing-