Menntamál - 01.12.1954, Blaðsíða 147
MENNTAMÁL
181
Viðfangsefni námsskeiðsins var lestur og lestrarkennsla í barna-
skólum, og fór það fram í Laugarnesskólanum dagana 27. sept,—
1. okt. ICennurum við barnaskóla Reykjavíkur var veitt leyfi frá
kennslu þessa daga og gert skylt að sækja námsskeiðið.
Jónas B. Jónsson setti námsskeiðið, en Bjarni Benediktsson mennta-
málaráðherra og Gunnar Tlioroddsen borgarstjóri fluttu ávörp.
Erindi fluttu: Dr. Halldór Halldórsson dósent: Samræmi á fram-
burði íslenzks máls. Ólafur Gunnarsson sálfræðingur: Erfiðleikar
barna við lestrarnám. Þorsteinn Einarsson íþróttafulltrúi, Ársæll Sig-
urðsson kennari: Samband lestrar og stafsetningar. Björn Guðmunds-
son kennari: Um talkennslu og lagfæringu á málgöllum barna. Árni
Þórðarson skólastjóri: Hefur lestrarleikni barna hrakað undanfarin
ár? Eiríkur Stefánsson kennari og Óskar Hallgrímsson kennari: Um
flámæli. Ævar R. Kvaran leikari: Upplestur og framsögn. Paul Nitshe:
Um raddbeitingu og verndun raddarinnar.
Sýnikennslu höfðu þau Jónas Guðjónsson kennari (lestur 7 ára
barna), Valgerður Guðmundsdóttir kennari (lestur 8 ára barna) og
Ævar R. Kvaran (lestur 10—12 ára barna), Þorsteinn Einarsson kenndi
bekkjarleikfimi og uppeldisfræðingar svöruðu fyrirspurnum.
í framkvæmdanefnd námsskeiðsins voru Hjörtur Kristmundsson,
Ingólfur Guðbrandsson og Þórður Kristjánsson. Námsskeið þetta mun
vera hið fjölmennasta, sem haldið liefur verið með íslenzkum kenn-
urum. Borgarstjórinn í Reykjavík Gunnar Thoroddsen bauð þátt-
takendum til kaffidrykkju síðasta dag námsskeiðsins. Ávarpaði hann
kennara þar og árnaði þeim heilla í starfi.
Auk þess fluttu þessir menn ávörp: Jónas B. Jónsson fræðslufull-
trúi, Pálini Jósefsson, skólastjóri, fyrir liönd S. í. B., Hjörtur Krist-
mundsson, kennari, fyrir hönd Stéttarfélags barnakennara í Reykja-
vík, og Kristján Gunnarsson yfirkennari, er þakkaði fyrir hönd þátt-
takenda í námsskeiðinu.
SÖNGNÁMSSKEIÐ.
Námsskeið fyrir söngkennara var haldið í Reykjavík dagana 18.—
29. september s. 1. að tilhlutun fræðslumálastjórnarinnar og Söng-
kennarafélags íslands. Námsskeiðið fór fram í Gagnfræðaskóla Aust-
urbæjar, og sóttu það að staðaldri 35—40 manns, flestir úr Reykja-
vik og af Suðvesturlandi, en einnig nokkrir úr öðrum landshlutum.
Viðfangsefni var mótun og meðferð barnsraddarinnar, og var feng-