Menntamál - 01.12.1954, Blaðsíða 98
132
MENNTAMÁL
Skólabyggingar þóttu mér stórum athyglisverðar, þar
sem ég fór um. Nýir skólar eru langflestir aðeins ein hæð.
Loftræstingarkerfi svo fullkomið, að engin þörf er að
hafa eins hátt undir loft og tíðkazt hefur, en því er aukið
við gólfrúm, er þannig vinnst. Hljóðeinangrun alls staðar
fullkomin. Snið og gerð húsanna víðast prýðilega miðað
við það starf, sem þau eru gerð fyrir, og mætti það vera til
eftirbreytni.
Stærð skólahúsa er afar mismunandi. I borgum virtust
mér nýir barnaskólar algengastir með 1—2 þús. nemend-
um, en framhaldsskólar að jafnaði stærri.
Þessa mola læt ég nægja um ytra skipulag og aðbúð skól-
anna. Er þá að minnast á starfið, sem þar fór fram, eftir
því sem ég kynntist því.
Skólaskylda hefst við 5 ára aldur í þeim ríkjum, sem ég
dvaldi í. Fyrsta námsárinu er varið eingöngu til að ala
börnin upp, venja þau og temja og búa undir nám og starf
komandi ára, kenna þeim að leika sér og lifa saman eins og
félagsverur, innræta þeim siði og hætti góðra manna. Og
þessari viðleitni af hálfu skólans er haldið áfram með ýmsu
móti jafnhliða bóknáminu. Virtist mér það í raun og veru
hinn rauði þráður, sem gengi í gegnum starfið allt. Ár-
angurinn af þessari viðleitni er eflaust mjög mismunandi
bæði hjá einstökum kennurum og í ýmsum skólum. En af
heildarkynnum þeim, sem ég hafði af þúsundum nemenda
í mörgum skólum, verð ég að telja hann mjög ánægjulegan.
Langflestir þeirra, yngri sem eldri, voru frjálsmannlegir,
óþvingaðir, en frekjulausir, glaðværir, en ekki ærslafullir,
og í kennslustundum sá ég sjaldan merki um þreytu eða
leiða.
Fátt heyrði ég um námsleiða í skólafólki, sem mjög er
rætt um hér, þótt skólaskylda sé þar víða frá 5 ára upp í
18 ára aldur, og ekki sá ég mót hans í svip nemendanna.
Má vera, að mismunandi vinnubrögð kennara komi hér
til. I barnaskólum er engin heimavinna lögð á börnin, og