Menntamál - 01.12.1954, Blaðsíða 145
MENNTAMÁL
179
V. Lausar stöður.
1. Framhaldsskólar:
Auglýstar voru 3 skólastjórastöður og 14 kennarastöður. Eftir
spurn var ckki meiri en svo, að framlengja þurfti umsóknarfrest við
y3 af þessum stöðum. — Nú er ráðið í þær allar.
Þessir skólastjórar hafa verið settir við framhaldsskóla:
Asdis Sveinsdóttir, húsmæðrakennari, við Húsmæðraskólann á Hall-
ormsstað. Guðjón Kristinsson, cand. phil., við Gagnfræðaskólann á
ísafirði. Jón R. Hjálmarsson, cand. mag., við Héraðsskólann að
Skógum.
2. Barnaskólar:
Auglýstar voru 21 skólastjórastaða og 52 kennarastöður við
fasta skóla. Framlengdur var umsóknarfrestur um nær 20 stöður.
Nú er búið að setja í flestar stöðurnar og umsækjendur komnir um
allar nema eina. Nokkrir menn, sem ekki hafa kennarapróf, hafa
verið settir i stöður, þar sem ekki var völ á neinum öðrum. Er þar um
að ræða 4 skólastjóra og 3 kennara.
Við barnaskóla í kaupstöðum hafa verið settir skólastjórar:
Einar M. Þorvaldsson við barnaskólann i Hafnarfirði, Njáll Guð-
mundsson við barnaskólann á Akranesi.
Enn sem fyrr er langmest aðsókn að Reykjavik og nágrenni. 61
kennari sótti um stöður i Reykjavik. Er það nokkru færra en síðustu
ár. Nær helmingur þessara manna hefur ekki enn þá lilotið fasta
stöðu, en þeir sækja samt ekki um stöður utan Reykjavikur. Nokkr-
ir þeirra hafa nú verið ráðnir stundakennarar við skóla hér í bænum.
Þeir kennarar, sem sótt hafa um stöður víðs vegar um landið, hafa
nú flestir hlotið fastar stöður.
20 farkennarastöður voru auglýstar. Óráðið er í nokkrar þeirra
enn þá, einkum þar sem kennslutími er ekki nema 4—5 mánuðir. Yfir-
leitt verður að ráða réttindalausa menn í þær stöður. Aðeins 6 kenn-
araprófsmenn hafa verið settir í farkennsluhéruð nú á þessu hausti.
Nánara yfirlit verður hægt að gefa um þetta efni, þegar búið er að
setja í allar stöður.
Auk þess, sem hér er nefnt, hafa margir kennarar verið endursettir
I stöður sínar eða skipaðir.
Síðastliðið skólaár voru um 430 kennarar og skólastjórar settir eða
skipaðir í stöður við barna-, gagnfræða- og unglingaskóla. Þegar 8
bréf þarf að skrifa um hverja stöðu, er auðskilið, að töluverðan tima
tekur að vinna þetta starf.
21. okt. 1954.
I. Jóh.