Menntamál - 01.12.1954, Blaðsíða 44
78
MENNTAMÁL
stærri verkefna. Hann var skólastjóri barnaskólans á Siglu-
firði árin 1932—44, en þá fluttist hann til Akraness og
hefur stjórnað barnaskólanum þar síðustu 10 árin við
ágætan orðstír, sem og á Siglufirði.
Friðrik lét af starfi 1. september síðastl. vegna þrálátra
veikinda, sem hann hafði þó fengið nokkra bót á í utan-
ferð sinni s.l. sumar. Hann virtist þó eiga enn eftir allmikið
starfsþrek og vann stöðugt. Síðasta verk hans var í þágu
skólans. Hann fór þangað morguninn 6. þ. m. og skilaði
eftirmanni sínum síðustu plöggunum, er voru í vörzlu
hans. Á heimleiðinni hné hann niður — öllu var lokið. Þá
hafði hann verið kennari 45 ár, þar af skólastjóri 42 ár.
Friðrik var ágætur kennari og skólastjóri, skyldurækinn,
stundvís og reglusamur. Hann var hjálpsamur vinur og
félagi, bæði nemenda sinna og kennara. Hann átti þann kost
í ríkum mæli, sem börn krefjast fyrst og fremst af kenn-
ara: Hann var afburða skemmtilegur, glaðvær, fyndinn og
söngvinn. Lundin létt og hlý, en þó sterk. En barnseðlið
var alla tíð ríkt í fari hans, þess vegna skildi hann börnin
svo vel og þau hann.
Friðrik var góðum gáfum gæddur og vel að sér í sinni
starfsgrein, en leitaði þó jafnan enn meiri þekkingar og
frama. Þrjár námsgreinar voru honum einkum hugleikn-
ar: móðurmálið, söngur og kristinfræði. Alkunnugt er,
hve ágætur íslenzkukennari hann var og hve mikil var ást
hans á íslenzkri tungu. Vandaði hann mjög málfar sitt,
bæði í ræðu og riti. Þrjár kennslubækur samdi hann: Rétt-
ritunaræfingar, Stafsetning og stílagerð og ísl. málfræði,
sem nú er notuð í barnaskólum. Jónas B. Jónsson er einn-
ig höfundur að þeirri síðastnefndu. Friðrik ritaði all-
margar greinar í blöð um íslenzkt mál og leiðbeindi oft
á kennaranámskeiðum í þeirri fræðigrein.
Söngkennsla var yndi Friðriks. Ef til vill hefur söng-
röddin verið hans mesta náðargjöf. Hún var afburða góð og
fögur. Hann unni og sönglistinni af heilum hug og þjóð-