Menntamál - 01.12.1954, Blaðsíða 123
menntamál
157
um 70 starfsgreinum og birtir lista um helztu tegundir ís-
lenzkrar iðju. Þess er engin von, að jafnstutt rit veiti
rækilega fræðslu um hinar ýmsu starfsgreinir, en það
minnir á nauðsyn þess að hugsa vel um þá kosti og þau
tækifæri, er ungmennum eru fyrir höndum, og það mun
einnig vekja ýmsar þarfar spurningar og koma mönnum
til að leita svars við þeim. Og það er betra en ekki.
Br. J.
Söngbólc skólanna, lög, textar og söngfræðiágrip handa
skólum, heitir ný bók, sem þeir bræður Áskell og Páll H.
Jónssynir hafa gefið út. í bókinni eru 59 einrödduð kvæða-
og sálmalög með textum auk nokkurra keðjusöngva, jóla-
sálma og örlítils ágrips af söngfræði. Bókin er ætluð sem
kennslubók við gagnfræða- og héraðsskóla, en raunar er
hún einnig nauðsynleg hverjum nemanda í efri bekkjum
barnaskólanna.
Bók þessi er f jölrituð sem handrit og í tilraunaskyni, en
með þessari tilraun sinni hafa þeir bræður gert sitt til að
bæta úr brýnni þörf skólanna, því að slíkar einraddaðar
nótnabækur eru einmitt réttu kennslubækurnar við laga-
kennslu, textanám og nótnalestur, enda taldar ómissandi
meðal allra annarra menningarþjóða.
Skilningur manna á nauðsyn aukinnar söngkennslu og
söngfræðslu er nú mjög vaxandi, og námskeið söngkenn-
ara hafa opnað mörgum kennurum nýjar leiðir í starfi.
Alls þessa mun gæta í æ ríkara mæli, og Söngbók skólanna
er eitt þeirra hjálpartækja, sem enginn mun vilja vera
án.
Þessi orð mín eru ekki ritdómur um bók þessa, ég hef
ekki haft tíma til að athuga laga- eða textaval nema mjög
lauslega, enda er bókin hugsuð sem sýnishorn, þótt hún
virðist vissulega vera góð kennslubók.