Menntamál - 01.12.1954, Blaðsíða 4
38
MENNTAMÁL
manns í Reykjavík Felixsonar, og Jensína Björg Matthías-
dóttir trésrhiðs í Reykjavík Markússonar. Hann varð stúd-
ent 1912 og kandídat í guðfræði 1915. Síðan varð hann
biskupsritari, bankaritari, kennari við Kennaraskólann
1918—1926, þá fræðslumálastjóri, fjármálaráðherra og
forsætisráðherra 1982—1934, þá aftur fræðslumálastjóri
til 1938 að hann gerðist bankastjóri Útvegsbankans, en því
starfi gegndi hann, þar til hann var með þjóðaratkvæða-
greiðslu kjörinn forseti íslands 29. júní 1952. Jafnframt
þessu sat hann á Alþingi frá 1923, og vakti hann, sem for-
seti sameinaðs þing, á sér mikla athygli alþingishátíðaárið
1930 fyrir glæsilega framkomu.
Þegar Jón Þórarinsson fræðslumálastjóri féll frá 1926,
var Ásgeir Ásgeirsson settur fræðslumálastjóri, og síðar
skipaður í það embætti. Mun það yfirleitt hafa þótt góð ráð-
stöfun og giftusamleg. Minnist ég þess, hve innilega kenn-
ararnir fögnuðu honum á þingi sínu, þá er hann kom þang-
að fyrst sem fræðslumálastjóri. Þeir hugðu áreiðanlega
gott til komu hans í það sæti. Þeir vissu, að hann var vinur
þeirra og velunnari, menntaður ágætlega og skildi vel, hvar
skórinn kreppti að. Þeir höfðu séð hann hefja fallið merki,
er hann 1924 stofnaði til útgáfu þessa rits, Menntamála,
fyrir eigin reikning. Skólablaðið hafði þá hætt að koma
út vegna fjárskorts, svo að ekki mun hafa þótt gróðavæn-
legt að hefja útgáfu slíks rits, sem átti að vera „framhald
Skólablaðsins, þó að nú endurholdgist það undir nýju
nafni,“ eins og hann kemst að orði í ávarpsorðum fyrir rit-
inu. En stofnandinn lét það ekki aftra sér að hef jast handa,
og var það mikill greiði við kennarastéttina, sem stóð þá
málgagnslaus og ráðafá í þeim efnum. Það var vinarbragð,
er seint skyldi gleymast.
Ritið fór ágætlega af stað. Má sjá það þegar á byrjun-
inni, hvað útgefandinn vill. Hann vill freista þess að sækja
á djúpmiðin og afla kennurunum þaðan dýrmæts fengs.
Hann ræðst strax í að klæða í ísl. búning nokkra kafla úr