Menntamál - 01.12.1954, Blaðsíða 11
MENNTAMÁL
45
þingi, og er það vel farið. En það er trú okkar byggingar-
nefndarmanna, að það muni ýta undir um fjárframlög, ef
byrjað verður á verkinu. Þess vegna leggjum við kapp á,
að grafið verði fyrir grunni hússins í haust.
Fréttir má það telja, að nú hefur menntamálaráðherra
fallizt á, að samningar verði upp teknir við Þorstein M.
Jónsson skólastjóra um kaup á bókasafni hans til Kennara-
skólans. Það tel ég stórt spor stigið í rétta átt. Ég hef áð-
ur lýst því, hversu þýðingarmikið ég tel það fyrir fram-
tíð Kennaraskólans að eignast slíkt bókasafn. Það er von
mín, að þeir samningar megi takast og það sem fyrst, svo
að það velfarnaðarmál skólans verði tryggilega leyst. .
Þá vil ég geta hér tveggja breytinga á einkunnargjöf í
skólanum, sem ráðgert er, að komi til framkvæmda á þessu
skólaári. Þær eru að vísu ekki formlega staðfestar enn af
yfirstjórn skólans. Önnur er sú, að hækkuð verði lágmarks-
einkunn upp úr 1. bekk í 6. En það er sú einkunn, sem kraf-
izt er inn í bekkinn, svo sem kunnugt er. Þetta þýðir með
öðrum orðum það, að nemendur mega ekki láta sér fara
aftur við námið í bekknum, og sýnist það ekki til of mikils
mælzt. Hin breytingin er sú, að tekin verði upp sérstök
einkunn fyrir ástundun og hegðun. Lágmark hennar verð-
ur 6. Um þá einkunn er það að segja, að fyrir þá, sem
rækja námið illa, er hún hættuleg og á líka að vera það.
Fyrir hina, sem stunda það af kostgæfni, opnar hún auð-
velda leið til þess að krækja sér í eina verulega háa ein-
kunn. Ég hef stundum fundið til þess við afhendingu skír-
teina, að nemendur, sem stundað hafa námið afburða vel,
hafa ekki fengið um það einn staf á skírteini sínu. Hér
er þó hreint ekki um neitt smáatriði að ræða, heldur megin-
atriði í námi og starfi, hvort það er rækt af kostgæfni eða
kastað til þess höndunum.
Ég sagði í upphafi, að ekki hefðu sótt nema tíu með
fullgildu landsprófi um 1. bekk. Það nær ekki því að vera
einn af hverjum 25, sem landsprófi luku síðastliðið vor.