Menntamál - 01.12.1954, Blaðsíða 32
66
MENNTAMÁL
11=7=27 í hópi þeirra, sem vildu draga úr bóknámi. Eru
þeir þá 45=27=18, sem æskja meiri verklegra starfa, án
þess að þeir amist við bóknáminu, en samtals eru það 44+
18=62 kennarar, sem annað hvort vilja minnka bóknám
eða auka verknám ellegar hvort tveggja.
Um aukið verknám.
2: Ég er búinn að kenna f 44 ár, og hvert ár, sem líður, faerir mér
heim sanninn um það, að við verðum að draga úr bóknáminu, en
auka hina hagnýtu verklegu kennslu, íþróttir og heilsufræði. Fram-
tíðin heimtar starfsglaða, hagsýna og vinnugefna aesku. Og hana verð-
um við að ala upp á heimilunum til sveita og við sæ með nánu sam-
starfi skóla og heimila, sem byggist á lffrænu sambandi starfs og
fræðslu á þjóðlegum grundvelli.
11: Verklega kennslu þarf að auka mjög, einkum fyrir börn sem eiga
erfitt með bóknárn . ..
12: Auka þarf verklegt nám að miklum mun, einkum í framhalds-
skólum. Vantar t. d. skólaskip fyrir pilta, er hafa hug á sjómennsku.
17: Ég legg til, að lögboðið verði verklegt nám í barnaskólunum.
Unglingarnir þurfa að verða starfsamari, reglusamari, hófsamari. Ég
held verklegt nám styðji að þessu. Væri ekki rétt að reyna að efla virð-
ingu fyrir vinnunni?
63: Flesta skólana skortir verkefni handa jreim nemendum, sem
tornæmir eru á bókleg fræði, en ljóma af ánægju, ef þeir fá verkefni
við sitt hæfi. Slíkir nemendur þurfa einnig að fá að njóta sín. Auka
þarf mjög verklega kennslu einkum drengja, við flesta skóla.
76: Eigi að krefjast skólaskyldu af öllum börnum til 15 ára, verð-
ur að hafa mjög fjölbreytt verknám. Hætta er á, að allt of margir leggi
á langskólaveginn.
84: Aðkallandi er breyting á námsefni verr gefinna barna, meiri
frásögn, meira verklegt nám.
91: Minni kröfur um bóklega þekkingu, meiri áherzla lögð á félags-
legt og verklegt nám og raunhæfa kynningu á landi og þjóð; t. d.
ferðalög og kynna starfshætti fólks á ólíkum stöðum og við ólík skil-
yrði.
Siðrænt uppeldi.
Það, sem felst í því að vekja með börnum lotningu, er í
rauninni náskylt hugmyndinni um siðrænt uppeldi, enda