Menntamál - 01.12.1954, Blaðsíða 22
56
MENNTAMÁL
14: Meginhlutverk skólans er að veita barninu góða undirstöðu-
þekkingu 1 öllu því, sem telst til almennrar menntunar, einkum þó
móðurmálinu. Sá liugsunarháttur er bæði skaðlegur og letilegur að
ætla skólanum uppeldi barnsins. Hver sæmilegur kennari sér auð-
vitað um, að börnin hagi sér vel í skólanum, en á foreldrunum livílir
sú skylda, fyrst og fremst, að gera barnið að góðum og nýtum manni.
92: Annast fræðsluna. í skólunum á að kenna nemendunum hin-
ar tilteknu námsgreinar eins vel og nákvæmlega og kostur er. Ég
lít á það sem kjaftæði, þegar talað er um, að skólarnir eigi að taka
við uppeldisstarfi heimilanna (foreldranna). Hið andlega uppeldi
er vist átt við.
Spurningar 6b, 7 og 8.
6 b) Að hverju leyti teljið þér það (meginhlutverk skól-
anna) ekki vera rækt sem skyldi?
7 a) Álítið þér, að afskipti ríkisins af uppeldismálum
eigi að vera önnur en nú er?
b) Ef svo er, á hvern hátt?
8. Gerið í stuttu máli grein fyrir því, hvað þér teljið, að
helzt þurfi að færa til betri vegar í uppeldismálum
þjóðarinnar.
Svör við þessum þremur spurningum voru felld í eina
heild, með því móti fékkst gleggri yfirsýn, því að sömu
atriði voru ýmist greind undir lið 6b, 7 eða 8.
Það sem langmest ber á í þessum svörum er gagnrýni á
„ítroðslu“ skólans og einhæfni, en skorti verknáms og
siðræns uppeldis. Mjög er gagnrýni þó að sjálfsögðu mis-
jöfn, bæði að skýrleika og um það, hverju helzt þykir
ábótavant, og oft er nokkur vandi að meta svör og leysa
upp í þætti, svo sem nauðsyn krefur til reikningslegrar
niðurstöðu. Er þá stundum hætt við, að skoðanir þess, sem
þetta verk vinnur, hafi einhver áhrif á matið, en mikil
alúð hefur verið lögð við að forðast þá hættu og fram-
kvæma hlutlaust mat.
Ánægja með ríkjandi ástand kemur fremur óvíða fram
og þá jafnan hikandi, eins konar „nauðungarsætt“:
„Þar sem skilyrði eru góð, skólarnir hæfilega stórir