Menntamál - 01.12.1954, Blaðsíða 82
116
MENNTAMÁL
STEINÞÓR G UÐM UNDSSON:
Kennaraheimboð til Danmerkur.
Menntamál hafa beðið Steinþór Guðmundsson fararstjóra is-
ienzku kennaranna, er sóttu Dani heim síðastliðið sumar, um fréttir
af för þeirra. Fer frásögn hans liér á eftir. Ritstj.
Síðastliðið sumar fóru 20 íslenzkir kennarar í heim-
boð til Danmerkur, 16 barnakennarar og 4 framhaldsskóla-
kennarar. Heimboðinu stjórnaði nefnd kennara, skipuð
fulltrúum frá Norrænafélaginu í Danmörku og frá ýms-
um samtökum kennara við æðri og lægri skóla þar í landi.
Formaður móttökunefndarinnar var herra Erik Ander-
sen, skólastjóri í Kaupmannahöfn, en undirbúningur heim-
boðsins mun að allverulegu leyti hafa hvílt á herðum sendi-
herra Dana í Reykjavík, frú Bodil Begtrup. Kennarahóp-
urinn steig á land í Kaupmannahöfn 12. ágúst. Fyrstu þrjá
dagana var búið á gistihúsi, en dagarnir notaðir til að
skoða söfn og stofnanir í borginni. Þá daga var þó ekið í
bílum um Norður-Sjáland, með viðkomu á merkum stöð-
um, svo sem í dómkirkjunni í Hróarskeldu, í Friðriksborg-
arhöll, við Krónborgarkastala og konungsbústaðinn í Fre-
densborg. Þá var og heimsóttur sveitaskóli fyrir veikluð
börn, sem skólastjórn Friðriksbergs hefur sett á stofn á
vesturströnd Sjálands. Fannst oss Frónbúum mikið til um
þá stofnun og umhverfi hennar.
Hinn 15. ágúst var hópurinn klofinn í tvennt og höfuð-
borgin yfirgefin. Hófst nú hálfsmánaðardvöl í lýðháskóla,
er gefa skyldi gestunum tækifæri til að kynnast dönsku
fólki af ýmsum stéttum og víðs vegar að úr landinu, en um
leið opna innsýn í anda, lífsreglur og starfshætti danskra
lýðháskóla. Hélt annar hópurinn til Borgundarhólms, en
hinn til Suðurborgar á Als, í námunda við landamæri