Menntamál - 01.12.1954, Blaðsíða 71
MENNTAMÁL
105
þvinga þá til að sækja háskóla, áður en þeir hafa kennt í
barnaskóla.
Langt er síðan tekið var að greiða kennurum í Banda-
ríkjunum laun í samræmi við menntun þeirra, við hvaða
tegund skóla sem þeir kenna. í Bandaríkjunum hefur sú
grundvallarregla einnig hlotið viðurkenningu, að reynsla í
kennarastarfi skuli vera forsenda fyrir fræðilegri mennt-
un. Kennarar, sem lokið hafa námi og stundað kennslu,
taka þátt í námskeiðum við háskóla í leyfum sínum og
geta öðlazt meistaragráðu í uppeldisfræði, en því fylgir
veruleg launahækkun. Þessar reglur gilda í Bandaríkj-
unum, enda þótt þær hafi yfirleitt ekki fengið framgang í
Evrópu.
Eftir styrjöld hafa Englendingar horfið að því ráði
að greiða kennurum laun í hlutfalli við menntun, hvort
sem þeir kenna við barnaskóla eða einhverja grein fram-
haldsskóla. Ef kennari hefur skilríki fyrir því, að hann
hafi stundað nám með árangri í eitt ár aukalega, getur
hann fengið launahækkun, og gildir einu máli, hvort
stund hefur verið lögð á einhverja tiltekna kennslugrein
eða framhaldsnám í uppeldisvísindum. Hér ræði ég því
ekki um neinar nýjungar, þessi háttur hefur verið reynd-
ur hjá Engilsöxum austan hafs og vestan .
Þá mun ég benda á eitt atriði enn. Það mun að líkindum
vekja undrun margra, að í uppeldisdeildinni við háskóla
minn nema ungir menn, sem kenna munu við barnaskóla,
eftir að þeir hafa lokið þriggja til fjögurra ára háskóla-
námi með áskildu prófi. í deild þessari menntar háskól-
inn, að réttu lagi eða röngu og ef til vill með ófullnægjandi
hætti, ekki aðeins framhaldsskólakennara, heldur einnig
barnakennara. Þetta er sú málamiðlun — hið tvískeytta
kerfi í menntun kennara, sem ég átti að reifa hér í dag, eða
a. m. k. upphaf hennar, því að bæði kennaraskólar (Tra-
ining Colleges) og uppeldisdeildir háskólanna mennta
barnakennara.