Menntamál - 01.12.1954, Blaðsíða 110
144
MENNTAMÁL
Þó tel ég sjálfsagt, að fyrst af öllu eigi börn að fá notið
þess að sjá „á túni renna lambær með lömbin sín smá,
bíldótt, flekkótt og botnótt og grá“ — eins og Þorsteinn
skáld Gíslason segir.
Þá hefur það nýlega vitnazt, að geitastofninn í land-
inu sé að verða útdauður. Ekki má svo til ganga. Hann
verður að vernda, og það í stærri stíl en þessi garður
getur annazt. — En geitur verða að koma fljótt í þenn-
an garð. Geitur voru á bernskuheimili mínu, og kiðling-
ar eru skemmtilegustu og fjörugustu ungviði, sem ég
hef kynnzt.
Þá væri ekki amalegt að hafa þarna fallega folalds-
hryssu við góð skilyrði, og ekki má gleyma kálfagirðing-
unni og heimalningum.
I þessu sambandi vil ég minna á skemmtilega og lær-
dómsríka frásögn Árna á Svínaskála við Eskifjörð, er
flutt var í ríkisútvarpinu að áliðnu sumri. En þar segir
hann frá álftahópi, er tók sér bólfestu við Eskifjörð og
urðu sumar hverjar svo mannelskar og gæfar, að þær
gengu um götur kauptúnsins eins og heimalningar, og
hafði þeim þó ekki verið búinn neinn sérstakur samastað-
ur. Var dvöl álftanna í kauptúninu sérstæður og eftir-
minnilegur atburður, og varð hún íbúum þess, eldri sem
yngri, einstakur ánægjuauki.
Öllum þessum húsdýrum eða tömdum dýrum í væntan-
legum garði mætti koma í fóður og hirðingu á vetrum
og skipta svo um dýr með hverju vori að einhverju leyti,
og koma þá með eitthvað nýtt til að auka á fjölbreytnina.
Að síðustu vil ég ræða hér lítið eitt um það, hverjir
eigi að hafa frumkvæði að því að koma á fót þessari menn-
ingarstofnun.
Reynslan hefur sýnt, að slíkar stofnanir, er þannig
eru settar, að það orkar tvímælis, hvort ekki er hægt að
vera án þeirra, komast ekki eða hafa ekki komizt á fót
nema fyrir atbeina einstaklinga og félagasamtaka, sem