Menntamál - 01.12.1954, Blaðsíða 27
menntamál
61
skólaliverfa í sveitum, þar sem því veröur við komið. Landspróf í flest-
um greinum fullnaðarprófsbarna."
„Reisa heimavistarskóla um sýslur landsins, svo stóra að tveir
séu kennarar við hvern, svo og valin ráðskona, er geti gengið börn-
unum mjög í móður stað.“
„Ríkið þarf að veita öllum börnum jafna möguleika til náms. For-
ystumenn þjóðarinnar í þessum efnum þurfa að hugsa sig betur um,
áður en þeir drífa upp stóreflis barnaskóla í sveitum, þar sem mörg-
um hreppum er skylt að koma börnum fyrir til náms. Eg vona í
lengstu lög, að annað betra ráð finnist. Farskólar leggist niður, en þó
því aðeins að annað betra komi í staðinn. Mcr virðist, að stytta beri
námstíma barna í kaupstöðum, en lengja námstíma barna í sveitum
lítið eitt.“
Fleiri telja þörf að jafna aðstöðu barna til náms, en
flestir kvarta um skort kennslutækja, og nefna 6 þar til
bækur sérstaklega.
„... Vantar léttar lestrarbækur með stóru letri, er brúi bilið milli
Gagn og gamans, Unga litla og Lestrarb. I. 1. ..."
„Stjórn fræðslumálanna gæti gert ýmislegt til þess að auðvelda
kennurum starfið. Vil ég nefna handbækur í ýmsum námsgreinum
og góðar skólamyndir. Er ekki vanzalaust, að ekki skuli vera til mynd-
ir af íslenzku húsdýrunum, atvinnuháttum og sögumyndir."
Einhæfni slcóla, ofmat bóknáms og einkunna.
1 þennan lið komu 44 kennarar. Segja 24, að bóknám sé
of miláð í skólunum, 11 orða það fremur svo, að bóknámið
skyggi um of á aðrar greinar, og 9 kvarta einkum um ein-
hæfni skólans, fjötra námsskrár og reglna. Sennilega vilja
nokkrir minnka bóklegt námsefni, a. m. k. hjá tornæmum
börnum, en aðalatriðið virðist þó vera að hefja önnur verk-
efni til þeirrar virðingar, sem bóknámið þykir skipa. Það
er fyrst og fremst verknám — það greina 23 af þessum
44 —, jafnhliða vaxandi starfshneigð og virðingu fyrir
hvers konar gagnlegri vinnu (4 nefna aðeins þetta síðara
atriði, en 7 hvort tveggja), og við hlið þessara þátta er sið-
gæðisuppeldi, sem álíka mikil áherzla er lögð á — það
greina 23 hinna 44, að viðbættum 4, sem hvetja til strang-