Menntamál - 01.12.1954, Side 102
136
MENNTAMÁL
Þessu máli var forkunnar vel tekið. Gjafir streymdu
til skólans. Og eitt árið gat hann veitt sér þetta og annað
hitt. Hann varð á örskömmum tíma forustuskóli. Hann
eignaðist nú tæki og hluti, sem enginn annar skóli í Osló
átti. Og nú snerist blaðið við. Nú vildu allir fá að koma
börnum sínum í Ruselokkaskólann. Þarna sameinuðust
kennarar, foreldrar og börn að starfi, og þessi samvinna
heldur enn áfram. Alltaf er eitthvað hægt að gera til að
bæta skólann. Alltaf vantar hann eitthvað, sem getur
gert starf hans frjórra og betra.
Börnin hafa safnað gömlum dagblöðum og öðrum ónýt-
um pappír fyrir 3500 kr. Þessari upphæð hefur verið var-
ið til kaupa á listmunum til að prýða skólastofurnar, að-
allega málverkum og teikningum eftir þekkta málara.
Foreldrar, kennarar og börn hafa gengizt fyrir tveim-
ur meiri háttar f jársöfnunum, sem gáfu í aðra hönd 70000
krónur. Helmingurinn af þessari upphæð gekk til drengja-
hljómsveitarinnar til kaupa á blásturshljóðfærum og ein-
kennisbúningum, en í þessari hljómsveit eru 60 drengir.
Hinu var varið til kaupa á húsgögnum og til að skreyta
skólann á ýmsan hátt. Margir kunnustu málarar Noregs
gáfu sig fram til að skreyta skólann, og á hann nú 11
málverk.
Árið 1945 kom skólinn sér upp leirkerasmiðju þeirri
fyrstu, sem tekin er í notkun í barnaskóla í Noregi. í
þessa smiðju var keyptur rafmagnsbrennsluofn. Nú er
þessi iðnaður ein allra vinsælasta grein tómstundaiðjunn-
ar í þessum skóla. Komast þar færri að en vilja. Jafnvel
foreldrar sækjast eftir að koma þarna og vinna að þess-
um skemmtilega iðnaði.
Þá voru einnig keypt tæki til veðurathugana, og skólinn
kom á reglubundnum veðurathugunum. Hafði hann sam-
ið við eitt af blöðum bæjarins að birta þessar veðurfregn-
ir, en þegar til kom, fékkst ekki til þess leyfi veðurstofunn-
ar. Þennan umrædda vetur voru það sex stúlkur, sem