Menntamál - 01.12.1954, Blaðsíða 99
MENNTAMÁL
133
þá er ekki heldur um að ræða þreytandi yfirheyrslur í
kennslustundum. Þau hafa mikið úrval glæsilegra náms-
bóka, og í öllum nýrri skólum er bókasafn og lesstofa. Þar
eyða börnin ákveðnum stundum undir handleiðslu kennara,
mega velja hvaða bækur til lestrar, sem þau vilja, en verða
að gera á eftir stutta, skriflega grein fyrir efni bókarinn-
ar og hvernig þeim geðjast það. 1 kennslustundum eru
hugur og hönd látin vinna saman eftir því sem unnt er,
og mikið kapp lagt á sýnilegan árangur námsins í mynd-
um, ritgerðum o. fl. Merkilegt þótti mér, hve vel tekst oft
að snúa við yfirheyrsluaðferðinni gömlu, fá nemendurna
til að spyrja kennarann og gera t. d. landafræðitímann að
málfundi — án þess að allt lendi í blaðri og skrípaleik.
Slíkt er að vísu óhugsandi, nema kennarinn hafi fullt vald
bæði á hópnum og viðfangsefninu, en það virtist mér kenn-
arar hafa, þar sem ég kom, undantekningalítið. Og svo
ríkur er sá siður, að nemendur spyrji í kennslustundum,
að hliðri einhver sér hjá því, finnst kennaranum fátt um.
Það er vottur um áhugaleysi. Einkum á þetta þó við í
framhaldsskólum.
Próf eru mikið tíðkuð, en mest eru það skyndipróf og
ekki umsvifamikil né hátíðleg. Mér virtist bæði nemendur
og kennarar líta fremur á þau sem þátt í náminu. Ein-
kunnir eru þó gefnar, og aðaleinkunn í árslok er að miklu-
leyti komin undir útkomu skyndiprófanna.
Regla og agi virtist mér í mjög góðu lagi í þeim skól-
um, sem ég kynntist. Hvergi varð ég var við ærsl eða há-
vaða innan dyra í skólunum, jafnvel þótt nemendur væru
ekki látnir fara út, ef eitthvað var að veðri, og merki um
spjöll eða skemmdir, t. d. á skólaborðum, voru sjaldgæf.
Ég gerði mér far um að vera viðstaddur í borðsal nemenda,
er þeir mötuðust, og athuga hátterni þeirra. 1 stórum fram-
haldsskóla át ég daglega hádegisverð um tveggja vikna
skeið með unglingunum. Þeir voru um 200 í senn í borð-
salnum og enginn fullorðinn til eftirlits. Kliður var inni