Menntamál - 01.12.1954, Blaðsíða 91
MENNTAMÁL
125
þessu skólastigi, og mun seint gleyma hinum frjálsa,
óþvingaða en þó háttprúða starfsblæ, sem þar ríkti víðast
hvar. Á þessum árum er einmitt lagður traustur grund-
völlur að hinni áberandi fáguðu og háttvísu framkomu
brezkra nemenda.
Skotar ganga beinna til verks á þessu skólastigi en
Englendingar. Þeir brosa góðlátlega, þegar talið berst að
þessari „leikstarfsemi" Englendinga, og finnst, að þeir
gangi þar of langt. — í sambandi við þetta skólastig má
ég ekki gleyma að minnast á öll blómin og svo líka fiska-
og dýrabúrin. En þau eru nú raunar á öllum skólastigum.
í hverri stofu þessa stigs er mikið um blóm, sem börnin
eiga og fylgjast með, og annað hvort fiska- eða dýrabúr,
venjulega einhver lítil spendýr. Þetta hvort tveggja er
börnunum mikils virði, ekki sízt dýrin. Þau fá að hirða
um þau til skiptis, læra um lifnaðarhætti þeirra og um-
gengni við þau. Ellefu rottur taldi ég eitt sinn í einu búri.
Börnin fengu oft að sýna mér dýrin og segja frá þeim.
Sólskinsbrosa þeirra og svipmóts alls frá þeim stundum
mun ég lengi minnast.
Rétt um sjö ára aldurinn hefst svo hið raunverulega
skólanám í efri deild barnaskólans, og þar eru börnin til
ársins, sem þau verða ellefu ára, eins og áður er frá skýrt.
Um þetta skólastig mætti að sjálfsögðu rita langt mál,
þótt hér verði aðeins stiklað á fáum atriðum. Þarna er
margt fróðlegt og athyglisvert að sjá, og mörgu vel fyrir
komið. Einkum er námsbóka- og tækjakostur glæsilegur
víða og allmjög framar því, sem hér tíðkast yfirleitt. Hins
vegar get ég ekki sagt, að ég hafi kynnzt mörgum nýjum
og óvæntum kennsluaðferðum á þessu stigi. Vegna hinna
mjög svo fjölbreyttu bóka og tækja, er þó kennslustarf
allvíða eðlilega nokkuð frábrugðið. Mætti segja, að það
væri yfirleitt með töluvert frjálsari hætti en hér. Og í
vissum atriðum skólastarfsins mundu margir hér segja,
að frjálsræðið væri furðu mikið.