Menntamál - 01.12.1954, Blaðsíða 14
48
MENNTAMÁL
ur námið ykkur ekki að því gagni, sem það getur orðið.
Þetta vitið þið að vísu öll eins vel og ég, en ég tel mér
samt skylt að þrýna það fyrir ykkur nú í upphafi náms-
tímans.
Ég býst ekki við, að þið verðið langþreytt á áminnning-
um hér í vetur. Slíkar raddir fara oft fyrir ofan garð og
neðan. En það er ein rödd, sem ég vil biðja ykkur að
leggja eyrun við. Það er rödd ykkar eigin samvizku. Hún
segir oftast til um það, hvað gera skal og hvað ógert
láta. Það er hverjum manni hollt að temja sér að hlusta á
þá rödd og hlýða henni. Að vísu kemur það fyrir, að við
gerum ýmislegt í hugsunarleysi, sem betur væri ógert.
En hitt er áreiðanlega miklu oftar, að okkur fatast af
því, að við breytum á móti betri vitund. Þess vegna finnst
mér ég geta falið allar mínar áminningar til ykkar í orð-
inu: samvizkusemi.
Að lokum hverf ég aftur að spurningunni, til hvers þið
eruð hingað komin í Kennaraskólann. Mér finnst henni
ekki fullsvarað enn.
Það er von mín og trú, að þið séuð ekki hingað komin
í þeim erindum einum að sækja ykkur pyófskírteini og
afla ykkur atvinnuréttinda, enda þótt það út af fyrir sig
sé mikið erindi, sem ekki verður lokið án mikils erfiðis.
Hitt vona ég fastlega, að þið eigið hingað fleira að
sækja en þekkingu og starfsgetu á takmörkuðu sviði. Ég
vona, að dvöl ykkar hér innan þessara fornu veggja verði
ykkur til andlegs þroska í öllum greinum. Ég vona, að
ykkur vaxi hér ekki aðeins vit og þekking, heldur líka
göfuglyndi og góðvild til meðbræðra ykkar og systra. Ég
vona, að þið farið héðan ekki aðeins vitari, heldur líka
betri en þið komuð.----------