Menntamál - 01.12.1954, Blaðsíða 67
MBNNTAMÁL
101
Prófessor C. H. DOBINSON:
Samvinna Káskóla og kennaraskóla
að menntun kennara.
Háttvirtu áheyrendur!
Við munum öll sammála um það, að samkoma þessi sé
ekki vel setin, ef við ályktum ekki eitthvað að lokum. Þess
vegna fagnaði ég því mjög, er próf. Dottrens1) lagði
áherzlu á nauðsyn þess í erindi sínu fyrr í dag, að gætt
yrði raunsæis og skeytt yrði um hinn mikla mun á þjóðum,
efnahagslegan og andlegan. Það gladdi mig, að hann tók
okkur vara við því að slá saman með léttúð einni hlutum,
sem eiga ekki saman vegna ólíkrar sögu þjóðanna, en því
eru aðstæður og viðhorf í uppeldismálum þeirra einnig
misjöfn í dag. Því bið ég ykkur að hugleiða með mér
meginverkefni kennara.
Ég vil skýra ykkur frá því, hvers er vænzt af kennara
samtíðarinnar, að mínum dómi, og hvert hlutverk hon-
um var ætlað áður fyrr í fræðslustarfinu, andstætt því,
sem nú gerist. Það er skoðun mín, að nú þurfi kennari
að vera blendingur af garðyrkjumanni og íkveikjumanni,
og mun ég brátt gera gleggri grein fyrir því.
Áður fyrr var kennarinn fyrst og fremst uppspretta
þekkingar. Nú er aðstaðan gerbreytt. Útvarp, sjónvarp
og myndskreytt tímarit veita feikimikla fræðslu. Það,
sem ungmenni þarfnast, einkum unglingar, er ekki enn
meiri fræðsla, heldur örvun til að skipa saman og gera
greinarmun á þeirri fræðslu, sem þeim berst hvaðanæva,
og er þá talið með áróður og auglýsingar. Því taldi ég, að
1) Próf. Dottrens frá Sviss hafði rætt um kosti kennaraskóla.
Ritstj.