Menntamál - 01.12.1954, Blaðsíða 78
112
MENNTAMÁL
um. Einkum er lögð áherzla á vandaðan og vel þjálfaðan
framburð og góða framsögn, hljóð- og hljómfræðiþekk-
ingu, læknisfræðilega þekkingu á því, er við kemur bygg-
ingu og starfssemi talfæra, öndunarfæra, heila og tauga,
svo og sýni- og æfingakennslu, rannsóknar- og kennsluað-
ferðir o. fl.
Námið fer að mestu fram í einkatímum og að nokkru í
fámennum námsflokkum (3—5 nem. í flokki). Nemendur
greiða sjálfir kennsluna (tímakaup kennara), einnig er
þeim gert að greiða fyrir sýni- og æfingakennslu ákveðna
upphæð. (Kennslugjöld eru áætluð 2—3 þús. d. kr. eftir
tímafjölda).
í ráði hefur verið, að danska ríkið tæki við og hefði um-
sjón með kennslunni og annaðist kostnað af skólahaldi í
því sambandi, en ekki hefur orðið af því enn.
Til fróðleiks og samanburðar vil ég geta þess, að norska
ríkið starfrækir nú skóla fyrir talkennaraefni annað hvert
ár á Granhaug. Er í undirbúningi, að það verði tveggja
ára skóli. Kennsla er þar öll ókeypis og nemendum auk
þess veittur ríkisstyrkur til námsdvalar.
Réttindi til að starfa sem talkennari (lægeautoriseret
talepædagog) í Danmörku hafa þeir, sem lokið hafa tal-
kennaraprófi, er danska læknafélagið viðurkennir. Út-
lendingar fá ekki þessi réttindi í Danmörku (vegna máls-
ins). En útlendingar, sem stunda þetta nám þar, fá full-
nægjandi viðurkenningu um að hafa lokið náminu.
2. — Ef barn á örðugt með að tala eða gera sig skilj-
anlegt á mæltu máli á þeim aldri, sem það ætti að réttu
lagi að vera altalandi, mun vera talið, að það sé málhalt,
einkum ef örðugleikarnir eru þess eðlis, að þeir virðast lík-
legir til að endast fram á fullorðins ár, ef ekki er neitt
sérstakt að gert.
Samkvæmt íslenzkri málvenju munu minni háttar örð-
ugleikar við tal eða framburð einstakra hljóða málsins og
!