Menntamál - 01.12.1954, Blaðsíða 17
MENNTAMÁL
51
er svör þeirra skópu, efni þeirra eða áferð, en síðar nefnda
atriðið er stundum enn lærdómsríkara hinu fyrra.
Það skal rifjað upp, að svör bárust frá 96 kennurum
samtals, mjög fáum úr héruðunum við Faxaflóa, þrátt
fyrir ítrekaða tilraun í Reykjavík og Hafnarfirði, en bezt
var þátttaka í Norðlendingafjórðungi, þaðan var um þriðj-
ungur svara. Hér um bil
helmingur þeirra, er svara,
mun vera í sveit, karlar
eru 82 og konur 16.
Svör þessara 96 kennara
eru að sjálfsögðu afarmis-
jöfn, — að gæðum og að
gjörhygli, að lengd og
máli og allri framsetningu.
Sum eru vélrituð, önnur
skrifuð, sum frábærlega
vel, önnur miklu miður.
Hér eru svör frá flestum
barnakennurum, sem hæst
ber utan höfuðstaðarins, en
einnig frá mörgum, sem
hafa unnið starf sitt í
kyrrþey og aldrei kvöddu
sér hljóðs á almennum vettvangi, enda senda þeir svör sín
með hálfum huga og biðjast jafnvel afsökunar á fram-
hleypninni:
„Ég bið vinsamlega fyrirgefningar á því, hve svör mín viS spurning-
unum eru ófullkomin.. .“„Ég sendi ySur hér meS svörin mín viS spurn-
ingum ySar. Ég sendi þau meS hálfum huga, því ég er kominn aS
fótum fram, er búinn aS kenna í 40 ár og er nú næstum því orSinn
gamalær. Enda býst ég ekki viS, aS þau teljist á marga fiska. — Jæja,
þér fleygiS þeim þá í bréfakörfuna...“
Sumar spurningarnar koma flatt upp á menn, og svör-
in liggja þeim ekki alltaf á tungu. Sumt verður þá fyrst
Guðjún Jónsson