Menntamál - 01.12.1954, Blaðsíða 142
176
MENNTAMÁL
öllum skólum samtímis, en leggur til, að reyndar verði nokkrar þær
breytingar, sem námsskrárnefnd bendir á, í fáum skólum, t. d. ein-
um heimavistarskóla, einum meðalstórum skóla í kauptúni eða fá-
mennum kaupstað, og einum skóla í stærri kaupstað. Slíkar til-
raunir þyrftu að vera vel undirbúnar og framkvæmdar eftir áætlun
og stjórnendum þeirra falið að leggja árangur þeirra fyrir yfirstjórn
fræðslumálanna."
Vonandi bendir tillaga þessi og samþykkt hennar til þess, að
skilningur sé að vakna á nauðsyn sliks tilraunastarfs, með öllu hófi
þó, skipulegum áætlunum og góðri framkvæmd. Má einnig minna á,
að ráð er gert fyrir visindalegum tilraunum í þágu uppeldis- og
kennslumála í lögum nr. 16 frá 12. marz 1947, II. og III. kafla, eink-
um 12. og 18. gr.
NÁMSBÆKUR OG KENNSLUTÆKI.
a) l’að kemur víða fram, að kennarar hugsa mikið um kennslu-
bækur og kennslutæki, og er þeim að vonum mjög í mun, að þau séu
viinduð og auðfengin. Á fundi gagnfræðaskólakennara 9.—11. ágúst
fjallaði nefnd um tillögur námsefnisnefndar um kennslubækur. Svo
felld tillaga var samþykkt á fundinum:
„í áliti námsefnis- og námsskrárnefndar er lagt til, að ríkisútgáfa
námsbóka taki til allra kennslubóka, sem notaðar eru á skólaskyldu-
aldri, þó þannig, að nemendur á unglingastiginu kaupi bækurnar,
en fái þær greiddar niður. Nefnd fundarins fellst ekki á þetta fyrir-
komulag og telur heppilegra, að útgáfa á námsbókum sé frjáls á öllu
gagnfræðastiginu.
Hins vegar leggur nefndin til, að komið verði á námsbókaeftir-
liti fyrir framhaldsskólana. Skal kennslubókahöfundum eða útgef-
endum heimilt að leita til þess um aðstoð, ef þeir óska, en eigi er
þeim það skylt. Á bækur, sem eftirlitið fjallar um og tekur gildar,
skal prentað: Námsbókaeftirlitið telur bók þessa liæfa kennslubók
í .... (viðkomandi grein). Undir þessa yfirlýsingu skulu prentuð
nöfn þeirra manna, sem um bókina hafa fjallað.
Námsbókaeftirlit skal skipað einum aðalmanni, er sé sérfróður um
islenzkt mál, en auk hans hverju sinni reyndum kennara og/eða
sérfræðingi í viðkomandi grein. Menntamálaráðuneytið skipar aðal-
mann til 5 ára í senn. Kostnaður við störf námsbókaeftirlitsins greið-
ist úr ríkissjóði.
Nefndin leggur á það ríka áherzlu, að fræðslumálastjórnin sé
stöðugt á verði um það, að til séu hverju sinni svo hentugar og vel
gerðar kennslubækur sem kostur er.“
b) Þrettánda fulltrúaþing S. I. B. kaus nefnd, er gera skal „til-