Menntamál - 01.12.1954, Side 20
54
MENNTAMÁL
þekkingu í öllu því, sem telst til almennrar menntunar“,
en uppeldi barnsins eigi hann alls ekki að annast. Báöir
þessir kennarar eiga hugðarefni utan skólans, sem a. m. k.
annar þeirra hefði kosið sér að ævistarfi fremur en
kennslu, ef hann hefði talið sér það lífvænlegt.
En hvað er átt við með „uppeldi", hvernig á skólinn að
rækja þennan þátt síns hlutverks? Þetta er mönnum mis-
jafnlega ljóst og er misjafnlega skýrt sett fram. Það er
þó líklega í meginatriðum hið sama, sem fyrir mönnum
vakir, hvort sem aðeins er talað um uppeldi, félagslegt eða
siðferðilegt uppeldi, mótun skapgerðarinnar, kristilegt
siðgæði, uppeldi hjartans, mannbætur eða jafnvel einungis
almennan þroska:
„Meginhlutverk skólans hlýtur að vera það að ala upp góða
menn,“ „að búa börnin þannig undir lífið, að þau geti orðið ham-
ingjusamir þjóðfélagsþegnar . .. að þau beri með sér birtu og yl
út í samfélagið."
Þetta er hið sameiginlega atriði, sem mestu máli skiptir
að dómi kennaranna — og þetta er það, sem flestir telja
skólana einmitt vanrækja.
Verða nú tekin nokkur dæmi til að sýna skoðanir kenn-
aranna með þeirra eigin orðum. Fyrstu dæmin eru úr
hópi þeirra, sem leggja einkum áherzlu á uppeldi, önnur
greina bæði uppeldi og fræðslu, og loks eru þau fjögur
svör, sem aðeins minnast á fræðslu eða taka fram, að hitt
atriðið eigi ekki að vera í verkahring skólans.
Uppeldi.
„Að ala upp góða menn og þarfa þjóðfélags þegna, en ekki fyrst
og fremst lærða.“
„Að hjálpa hverjum einstaklingi til að verða það, sem liann er
hæfastur til, og rækta það, sem bezt er í hverri sál."
„Að ala upp menn með „hvassan skilning, haga hönd, hjartað
sanna og góða“.“
„Vekja metnað nemendanna og manndómsþrá, auka færni þeirra
og framtakssemi, glæða ættjarðarást þeirra og samstarfsvilja, hlú að
helgustu kenndum hjálpfýsi og bróðurhyggju."