Menntamál - 01.12.1954, Blaðsíða 85
MENNTAMÁL
119
— Heimsóknum mínum var þannig hagað, að ég fékk
leyfi hjá stjórn fræðslumála á hverjum stað til dvalar í
hinum ýmsu skólum. Gekk það allt árekstralaust, og var
fyrirgreiðsla öll, hvar sem ég kom, frábærlega góð, eins og
ég mun síðar víkja að.
Mun ég nú skýra frá nokkrum atriðum í sambandi við
reynslu mína frá skólaheimsóknum í Bretlandi, og verður
aðeins stiklað á stóru, en mörgu sleppt. — Mun ég þá fyrst
ræða nokkur fyrirkomulagsatriði.
Skólaslcylda er tveim árum lengri en hjá okkur, eða frá
fimm til fimmtán ára aldurs. Skipting nemenda á skyldu-
stiginu er þannig, að í hinum svo nefndu „Primary-schools“
eru þeir frá fimm til ellefu ára, (til ársins, sem þeir verða
ellefu ára). Á þeim aldri skiptast nemendur í tvo flokka,
infants, fimm til sjö ára, og juniors, sjö til ellefu ára. En
frá ellefu til fimmtán ára eru nemendur í svo nefndum
„Secondary-schools“. Skiptast þeir í „Secondary-Modern,“
sem kalla mætti eins konar verknámsskóla, og mestur hluti
nemenda fer í, „Secondary-Grammar“ sem eru bóknáms-
skólar, og „Secondary-Technical", sem veita iðnfræðslu.
I þá síðast nefndu fá nemendur fyrst inngöngu við þrettán
ára aldur.
Skipting nemenda í framhaldsskólana (Secondary-
schools) fer fram eftir víðtæk hæfnispróf, sem þreytt eru
á síðasta skólaári barnaskólans (Primary-schools), rétt
um tíu ára aldurinn. Fara þau fram tvisvar á skólaárinu,
um áramót og að vori. Próf þessi hafa lengi verið tíðkuð
í Bretlandi og eru af öllum, sem ég ræddi við, talin til mik-
ils hagræðis við flokkun nemenda, og raunar alveg óhjá-
kvæmileg. Að sjálfsögðu er skólamönnum ljóst, að þau
eru ekki gallalaus, fremur en flest það, sem mannlegt er.
En öllum ber saman um, að þetta sé heppilegasta flokkun-
arleiðin. í langsamlega flestum tilfellum standast hæfnis-
prófin dóm síðari reynslu. — Auk niðurstöðu hæfnis-
prófsins fylgir hverjum nemanda yfir til framhaldsskól-