Menntamál


Menntamál - 01.12.1954, Blaðsíða 116

Menntamál - 01.12.1954, Blaðsíða 116
150 MENNTAMÁL stundum yrði fækkað í greininni. Sá ótti sé raunar ástæðulaus, því að móðurmálið hljóti ávallt að vera aðalgrein í öllum bekkjum, hvað sem prófum líði, enda muni engum hafa komið til hugar að leggja niður stílagerð á prófum. Hann telur einnig, að kröfur á munnleg- um prófum hafi, sem betur fari, næsta lítil áhrif á móðurmáls- kennsluna. „Það gerónýtir próf, ef ekki er neinn kostur að mæla með því það starf, sem unnið var á skólaárinu, og þann árangur, sem náð- ist. Slíkt próf er gagnslaust, þegar bezt lætur, en villandi, þegar verst fellur. Þar við bætist enn, að þessi gildislausi verknaður getur orðið dragbítur á þarfar tilraunir, einkum hjá ungum kennurum, sem taka prófin hátiðlega.“ Greininni lýkur með þessum orðum: „Sérhver tiltæk takmörkun á þessari dellu (þ. e. prófum) mun verða spor í rétta átt.“ Orla Lundbo yfirkennari ræðir um þörfina á því að glæða áhuga á góðuni bókum. Gerir höfundur fyrst stutta grein fyrir eintakafjölda alþýðlegra skemmtirita, sem flest eru af þynnra tagi. En eintakafjöldi ýmissa þessara rita er geysimikill. Hins vegar eiga útgefendur góðra bóka erfitt uppdráttar. Móðurmálskennara er skylt að vinna að því að glæða skilning á góðum bókum. Höfundur telur, að kennara sé því auðveldara að gera það sem hann er frjálsari af prófkröfum. Um kennslu í bókmenntum segir í niðurlagsorðum: „Við skulum fella niður prófin og reyna, hvernig það gefst. Við skulum safna nýrri reynslu. Hinu laginu höfum við þegar kynnzt, og það var ekki með öllu illt og ekki heldur með öllu gott. Námsgrein- in sjálf er svo frjóvgandi og auðug, að við getum vart orðið fyrir von- brigðum." Caren Margreta Carstens lektor ræðir um að fella niður próf í mannkynssögu. Hún bendir á, að það sé dálítið vafasamt að ræða Jjessi efni nú (og á Jjar við Danmörk), Jjví að ekki sé enn séð, hverjar ályktanir megi draga af þeim tilraunum, er gerðar hafa verið með frjálsari kennsluhætti í kennaraskólunum dönsku á undanförnum árum. Kostir ársprófa séu augljósir m. a. sem endurskoðun á árs- einkunn og til Jjess að nemandinn fjalli um námsgrein í heild sinni og glöggvi sig á meginatriðum. Þetta eigi við um mannkynssögu ekki síður en liverja grein aðra. Reynslan verður að skera úr Jjví, hvort nýir kennarar hafa náð valdi á kennsluaðferðum, er taka gömlu aðferð- unum fram, ef próf eru felld niður. En það skiptir máli öðru frem- ur, að þekking nemanda sé lifandi, en ekki dauð, hvort sem hún fæst með prófi eða án prófs. í niðurlagi á hugleiðingum um að fella niður próf í mannkyns- sögu segir Alfred Jeppesen yfirkennari: „Ef svo skyldi fara, að próf yrðu felld niður að öllu leyti eða í ein-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.