Menntamál - 01.12.1954, Blaðsíða 56
90
MENNTAMÁL
síðan ekki söguna meir .„Hann flosnaði upp, og virtist
þó nóg fé eiga að vera fyrir hendi til skólahaldsins . . .“
Veturinn 1804—1805 var aðeins einn skóli starfandi á
íslandi, Hausastaðaskóli, með 12 börnum og kostaður af
Thorkilliisjóðnum.
Einkaskóli stofnaður í Reykjavík með styrk úr
Thorkilliisjóði.
Þegar stofna skyldi fyrsta barnaskóla í Reykjavík 1830,
þótti það aðeins kleift með því að skólinn nyti styrks úr
Thorkilliisjóðnum, þar eð borgarar bæjarins voru „ófús-
ir á að leggja fram mikið skólagjald, og vildu því nauð-
ugir leggja út í annað eins stórræði, nema þeir ættu von
á styrk til skólans“. Skólinn starfaði sem einkaskóli í
18 ár með styrk úr sjóðnum, en þegar styrkurinn var af-
tekinn 1848 lagðist skólinn niður. í ævisögu Jóns segir
svo um þetta atriði: „Það er því óhætt að fullyrða, að
mörg heldri manna börn hafi í 18 ár fengið uppfræðslu
af sjóðnum, og það var þvert ofan í vilja gefandans.“
Þetta er hin fyrsta misnotkun sjóðsins.
TJngmennaskóli.
Árið 1871 kom fram hugmynd um stofnun ungmenna-
skóla á jörðinni Hvaleyri sunnan Hafnarfjarðar, er
skyldi vera styrktur af Thorkilliisjóðnum, en komst ekki
í framkvæmd, en sex árum síðar gáfu prófastshjónin í
Görðum, síra Þórarinn Böðvarsson og frú Þórunn Jóns-
dóttir, veglega gjöf til stofnunar alþýðuskóla í Flensborg
í Hafnarfirði.
Saga Thorkilliisjóðsins.
Saga Thorkilliisjóðsins er sú, að í stað þess, eins og
vera bar, að varðveita hann á tryggum stað og ávaxta
hann vel, hefur oltið á ýmsu um velferð hans. Má segja,
að öll saga sjóðsins fram til ársins 1909 sé samfelld rauna-