Menntamál - 01.12.1954, Blaðsíða 149
MENNTAMÁL
183
ari allra íþrótta við Yale-háskóla í Bandaríkjunum, ásamt aðstoðar-
manni hans Philip E. Moriarty. Kiphuth hefur um mörg ár verið helzti
fræðimaður í Bandarikjunum um sundíþróttir, en látið sig einnig
mjög skipta almenna líkamsrækt og ritað um þessar greinar nokkrar
bækur og verið ritstjóri tímarits um sundíþróttir.
Þá voru í sambandi við námsskeiðið kenndir fimleikar kvenna,
körfuknattleikur kvenna, knattspyrna og þjóðdansar. Þessar greinar
kenndu þau Sigríður Þ. Valgeirsdóttir og Karl Guðmundsson.
Alls sóttu námsskeiðið 70 kennarar, en að meðaltali sóttu 43
hvern tima, en daglega var starfað frá kl. 9 til kl. 22.
Stjórnandi námsskeiðsins var Þorsteinn Einarsson íþróttafulltrúi.
SITT AF HVERJU TÆI
Helgi Elíasson frœðslumálastjóri
ferðaðist s. 1. sumar um Vestur-Þýzkaland í boði menntamálaráðu-
neyta sambandslýðveldisins. Fræðslumálastjóri dvaldi mest í Bonn,
Miinchen, Stuttgart, Diisseldorf og Hamborg. Kynnti hann sér eink-
um skólabyggingar og kennslutæki, en á þessum sviðum er margt að
skoða hjá Þjóðverjum, því að þeir hafa þurft að reisa marga skóla
sína úr rústum og byggja nýja eftir styrjöldina. Þá kynnti fræðslu-
málastjóri sér einnig menntun kennara. Kennaramenntun í Þýzka-
landi er nokkuð misjöfn í sambandslýðveldinu, í Hamborg, t. d., þar
sem háskólanáms er krafizt af kennurum, taka þeir ekki lokapróf
fyrr en að loknu tveggja til þriggja ára kennarastarfi.
Guðmundur I. Guðjónsson
er nýkominn heim frá Norðurlöndum, en þar kynnti hann sér æf-
ingakennslu í kennaraskólum, einkum reikningskennslu i barna- og
unglingaskólum.
Jónas B. Jónsson frœðslufulltrúi
er nýkominn heim úr ferðalagi um Norðurlönd. Kynnti hann sér
einkum skólabyggingar, skólabókasöfn og ráð og aðferðir til að örva
börn til að lesa góðar bœkur og síðast, en ekki sizt, hvað gert er fyrir