Menntamál - 01.12.1954, Blaðsíða 61
MENNTAMÁL
95
Ingibjörg er fyrirmannleg og ljúfmannleg, ókunnur
maður kennir þess þegar, að hún hefur vaxið upp á þeim
tíma, er ekki var allt á reiki um það, í hverju prúðmann-
leg og tiginmannleg framkoma er fólgin.
Þér hafið ekki verið gömul, þegar þér byrjuðuð að kenna.
„Ég var sextán ára. Þá gerðist ég heimiliskennari hjá
Einari H. Kvaran. Þetta var haustið 1900, en ég varð 17
ára þá um veturinn."
Þér hafið ekki átt langa skólagöngu að baki, þegar þér
settust í kennarastólinn.
„Ég fór í 3. bekk Kvennaskólans að loknum barnaskól-
anum. Einar H. Kvaran hafði kennt mér í Kvennaskólan-
um. Þar voru ýmsir ágætir kennarar, t. d. Haraldur Níels-
son og Friðrik Hallgrímsson. Vorið 1900 tók ég kennara-
próf í Flensborg undir handleiðslu hinna ágætu kennara,
er þar störfuðu."
Hvað réði því einkum, að þér gerðuzt kennari?
„Það var um að gera að vinna fyrir sér. Kennsla var
næstum það eina, sem um var að gera fyrir konur, er vildu
vinna fyrir sér í sjálfstæðu starfi.“
Var ekki erfitt að byrja kennsluna svona barnung?
„Ég læt það vera. Mér var heldur ekki falin mikil ábyrgð
fyrsta árið, þann vetur kenndi ég aðeins átta stundir á
viku í skólanum. Ég var þá á líkum aldri og elztu nemend-
ur mínir.“
Hvaða breytingar virðast yður mestar í starfi kennar-
ans á þessari hálfu öld?
„Börn eru alltaf sjálfum sér lík, en heimilin hafa breytzt
mikið. Börnin eiga þar ekki sama athvarf og áður var,
mæðurnar eru einar og fleira, sem glepur börnin utan
heimilisins, því er heimilisuppeldið losaralegra en áður
var. Þess mun líka vænzt yfirleitt, að skólar geri meira
en í þeirra valdi stendur. Ég efast um, að skólar geti kennt
einföldustu kurteisi og umgengnisvenjur, ef heimilin hirða
ekkert um það. Ég veit ekki heldur, hvort skólarnir geta