Menntamál - 01.12.1954, Blaðsíða 120
154
MENNTAMÁL
BÆKUR OG FLEIRA
Geta vísindamenn tjáð hugsanir sínar þannig,
að leikmenn skilji?
Við doktorsvörn Halldórs Halldórssonar dósents, er
fram fór í Háskóla íslands 12. júní s. 1., vék fyrsti andmæl-
andi próf. Alexander Jóhannesson, þáv. háskólarektor, að
málsgrein einni tyrfinni í ritgerð doktorsefnis Islenzk orð-
tök. Doktorsefni lét sér hvergi bregða og kvað erfitt að
setja svo fram fræðilegar hugsanir í ungri vísindagrein,
að hverjum væri auðskilið við fyrsta lestur.
Orðaskipti þessi eru mjög athyglisverð, því að þau geta
glætt skilning á undrum íslenzkrar tungu. Mér þykir
sennilegt, að þau hefðu valdið tvöfaldri undrun, ef þau
hefðu gerzt við erlendan háskóla, og ber það fyrst til, að
við því er amazt, þó að nokkrar setningar séu tyrfnar í
vísindalegri ritgerð, og það annað, hversu fágæt þung og
torskilin framsetning er á þessari ritgerð og vísindalegum
ritgerðum um íslenzk fræði yfirleitt. Eflaust má þakka
það Háskóla íslands fyrst og fremst, og birtast kröfur há-
skólans í athugasemdum rektors, en þær eiga líka rætur
í málvöndun alþýðu og ást alþýðu á tungunni. Það eru ein
undur íslenzkrar tungu, að leikir og lærðir geta ræðzt
vandkvæðalaust við á henni. Dr. Halldór Halldórsson hef-
ur unnið þarft og gott verk með því að gera þessa bók.
Verkefni hans og vinnubrögð leiða menn og laða að upp-
sprettulindum tungunnar í daglegu lífi, sögu og menningu.
Allir kennarar ættu að eiga þessa bók og kenna ungling-
um að nota hana. Hún er jafngóður fengur leikum sem
lærðum.
Flestir munu láta sér vel líka, að unglingar séu hvattir til
að lesa skemmtilega fræðibók um móðurmálið. En einhver