Menntamál - 01.12.1954, Blaðsíða 7
MENNTAMÁL
41
sanni má segja, að mannúð, sanngirni og drengileg við-
horf hafi jafnan verið aðalsmark Ásgeirs Ásgeirssonar sem
embættismanns og löggjafa. Hann er fyrst og fremst mað-
ur lýðræðisins í góðri merkingu, mannrænn (human),
glöggskyggn og réttsýnn og annt um, að allir fái notið sín
sem bezt, hvar í flokki eða fylkingu sem þeir standa. Hann
hefur því aldrei unað þröngum flokkasjónarmiðum, og í
raun réttri verið alltaf yfir þau hafinn.
Ásgeir Ásgeirsson var ekki borinn til fjár. í uppvexti
sínum og skólaárum varð hann að vinna hörðum höndum,
eins og flestir unglingar þeirra tíma. Hann stundaði margs
konar vinnu á sumrum, ýmist við sjó eða í sveit, bæði á
Mýrum vestur, norður á Hólsf jöllum og víðar. Veit ég það
af sögn kunnugra manna, að honum léku þar öll störf í
hendi. Gerði slík sumarvinna hvorttveggja, að þyngja ögn
létta pyngju, og svo það, sem sízt var minna virði, að fá
tækifæri til að taka þátt í atvinnulífi þjóðarinnar og kynn-
ast á þann hátt alþýðu manna til sjávar og sveita. Mun
þetta hafa orðið honum, sem mörgum öðrum, dýrmætur
skóli og merkur þáttur í þroskaferli hans, og gert hann á
margan hátt hæfari til margbreytilegra starfa. Og svo er
hitt, sem ég hyggt að sízt af öllu megi gleymast, þegar kyn-
slóðin, sem Ásgeir Ásgeirsson tilheyrir, verður mæld og
vegin, kynslóðin, sem numið hefur landið á ný og unnið hér
meiri afrek en dæmi eru til áður, en það er það uppeldi, sem
ungmennafélagshreyfingin veitti henni með hugsjónahita
sínum og félagsmálastarfi. Mun Ásgeir Ásgeirsson eiga
þar margt að þakka, eins og fleiri. Fer hann líka oft viður-
kenningarorðum um þann þátt, sem ungmennafélögin áttu
í mótun samtíðar hans, enda hefur sú merka félagsmála-
hreyfing orðið þjóðinni allri hamingjudrjúg.
Ásgeir Ásgeirsson er af góðu bergi brotinn. Munu for-
feður hans, margir hverjir, hafa þótt gildir garpar, til
sjós og lands, og góðir búsýslumenn, bæði lærðir og leikir,
en glæsibragur og karlmennska mun þar vera drjúg kyn-