Menntamál


Menntamál - 01.12.1954, Síða 7

Menntamál - 01.12.1954, Síða 7
MENNTAMÁL 41 sanni má segja, að mannúð, sanngirni og drengileg við- horf hafi jafnan verið aðalsmark Ásgeirs Ásgeirssonar sem embættismanns og löggjafa. Hann er fyrst og fremst mað- ur lýðræðisins í góðri merkingu, mannrænn (human), glöggskyggn og réttsýnn og annt um, að allir fái notið sín sem bezt, hvar í flokki eða fylkingu sem þeir standa. Hann hefur því aldrei unað þröngum flokkasjónarmiðum, og í raun réttri verið alltaf yfir þau hafinn. Ásgeir Ásgeirsson var ekki borinn til fjár. í uppvexti sínum og skólaárum varð hann að vinna hörðum höndum, eins og flestir unglingar þeirra tíma. Hann stundaði margs konar vinnu á sumrum, ýmist við sjó eða í sveit, bæði á Mýrum vestur, norður á Hólsf jöllum og víðar. Veit ég það af sögn kunnugra manna, að honum léku þar öll störf í hendi. Gerði slík sumarvinna hvorttveggja, að þyngja ögn létta pyngju, og svo það, sem sízt var minna virði, að fá tækifæri til að taka þátt í atvinnulífi þjóðarinnar og kynn- ast á þann hátt alþýðu manna til sjávar og sveita. Mun þetta hafa orðið honum, sem mörgum öðrum, dýrmætur skóli og merkur þáttur í þroskaferli hans, og gert hann á margan hátt hæfari til margbreytilegra starfa. Og svo er hitt, sem ég hyggt að sízt af öllu megi gleymast, þegar kyn- slóðin, sem Ásgeir Ásgeirsson tilheyrir, verður mæld og vegin, kynslóðin, sem numið hefur landið á ný og unnið hér meiri afrek en dæmi eru til áður, en það er það uppeldi, sem ungmennafélagshreyfingin veitti henni með hugsjónahita sínum og félagsmálastarfi. Mun Ásgeir Ásgeirsson eiga þar margt að þakka, eins og fleiri. Fer hann líka oft viður- kenningarorðum um þann þátt, sem ungmennafélögin áttu í mótun samtíðar hans, enda hefur sú merka félagsmála- hreyfing orðið þjóðinni allri hamingjudrjúg. Ásgeir Ásgeirsson er af góðu bergi brotinn. Munu for- feður hans, margir hverjir, hafa þótt gildir garpar, til sjós og lands, og góðir búsýslumenn, bæði lærðir og leikir, en glæsibragur og karlmennska mun þar vera drjúg kyn-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.