Menntamál - 01.12.1954, Blaðsíða 54
88
MENNTAMÁL
arnir áttu við að búa, sagði hann lausu embætti eftir 9
ára þjónustu, og fór utan 1737 til þess að vinna að endur-
bótum á skóla- og kirkjumálum á íslandi. Málflutningur
Jóns og skýrslur hans um ástandið á íslandi, varð til þess,
að konungur ákvað að senda menn hingað til lands til
þess að rannsaka menntunarástand þjóðarinnar. Til þeirr-
ar farar var valinn ágætur maður Ludvig Harboe að
nafni, ungur prestur í Kaupmannahöfn, síðar Sjálands-
biskup. Var Jón Þorkelsson fenginn til þess að ferðast
með Harboe um landið. Skyldi hann vera einkaritari
hans, túlkur og ráðgjafi.
Þeir félagar ferðuðust um hér á landi 1741 til 1745.
Störfuðu þeir mikið og vel. Eftir för þeirra voru gefnar
út margar tilskipanir um skóla- og kirkjuhald, og í ævi-
sögu Jóns segir: „Bein afleiðing af komu þeirra Harboe’s
og Jóns hingað til lands er og bygging dómkirkjunnar á
Hólum í Hjaltadal, sem enn stendur . . .“ og verður 200
ára 1963. Að þessum ferðalögum loknum sigldu þeir fé-
lagar til Kaupmannahafnar. Jón leit ísland ekki framar
og dvaldist í Kaupmannahöfn við ritstörf til dauðadags
5. maí 1759 og var jarðsettur þar 10. dag sama mánaðar.
Jón var barnlaus og hafði aldrei kvænzt .
Jón gefur eigur sínar.
Þrátt fyrir dvöl sína erlendis, og ef til vill ekki sízt
hennar vegna, unni hann jafnan íslandi og íslenzkum mál-
um, en þá sérstaklega fæðingarhéraði sínu. Allt þótti
honum fegurst og bezt í Gullbringusýslu, og stúlkurnar
líka, það sanna hin fögru Gullbringuljóð hans, sem ort
eru á latínu. „Sjálfur tók hann sér nafn af Gullbringu-
sýslu og kallaði sig oftast „Chrysorinus“, þ. e. úr Gull-
bringum . . . Chrysoris eða Gullbringuljóð er lofkvæði um
Gullbringusýslu og nafnkunnustu staði í sýslunni, og inn
í það spunnin saga héraðsins og héraðsmanna og sagnir
ýmsar á marga vegu.“ Ræktarsemi sína og góðvild til