Menntamál - 01.12.1954, Blaðsíða 134
168
MENNTAMÁL
3. 10. aðalfundur K. S. A. samþykkir að skora á fræðslumála-
stjórnina að samræma kaup og kjör skólastjóra og kennara Jteirra,
er nú þegar fullnægja framkvæmd skyldunámsins, hvort sem um
er að ræða sérstaka unglingaskóla við skóla barnastigsins eða skóla,
sem teljast til miðskólastigsins.
4. 10. aðalfundur K. S. A. ítrekar kröfur sínar um Jtað, að skip-
aður verði í Austfirðingafjórðungi fastur námsstjóri og taki hann nú
Jregar 1 haust til starfa, enda hafi hann búsetu í fjórðungnum.
5. Aðalfundur K. S. A. 1954 skorar á Bóksalafélag íslands að beita
sér fyrir afnámi á sölu sakamálarita og glæparita hjá bóksölum innan
vébanda bóksalafélagsins. Ennfremur skorar fundurinn á aðra Jtá
aðila, sem hafa sölu slfkra rita með höndum, að hætta licnni.
Jafnhliða fundinum var lialdin sýning á skólavörum frá Bókabúð
Menningarsjóðs, er fráfarandi stjórn hafði útvegað.
Fundurinn sendi próf. Stefáni Einarssyni og Einarínu Guðmunds-
dóttur fyrrv. kennslukonu kveðjuskeyti.
Næsti fundur var ákveðinn að Búðum, Fáskrúðsfirði, og stjórn
kjörin: Jón Þ. Eggertsson skólastjóri, Elinborg Gunnarsdóttir og Helgi
Seljan, öll við barnaskólann að Búðum.
KENNARAFUNDUR Á VEGAMÓTUM.
Kennarar af námsstjórasvæði Stefáns Jónssonar héldu sameigin-
legan fund að Vegamótum í Miklaholtshreppi, dagana 16. og 17.
okt. síðastliðinn.
Fundinn sátu 45 starfandi kennarar af félagssvæðinu og auk þess
fyrirlesarar og nokkrir gestir.
Snorri Sigfússon, fyrrverandi námsstjóri, flutti erindi á fundinum
og talaði um sparifjársöfnun skólabarna, Þorsteinn Einarsson ÍJirótta-
fulltrúi ræddi um iþróttir og gerð skólaborða og stóla. Dr. Halldór
Halldórsson talaði um samrœmingu á framburði islenzks máls, og
Stefán Jónsson námsstjóri ræddi um móðurmálið og islenzkt þjóð-
erni. — í sambandi við umræður um erindi þeirra Halldórs Halldórs-
sonar og Stefáns Jónssonar var samjtykkt svohljóðandi ályktun:
„Fundurinn lítur svo á, að minnkandi orðaforði barna sé alvarleg
hætta fyrir íslenzkt mál og menningu. Hann leggur því áherzlu á
Jiað, að hver kennari gæti þess 1 skólastarfi sínu, að sérhver kennslu-
stund stuðli að málfegrun, fagurri framsögn og auknum orðaforða."
Fundurinn var lialdinn í veitingahúsinu Vegamótunr og í félags-
lieimilinu Breiðabliki. — Var öllum heimill aðgangur á laugardags-