Menntamál - 01.12.1954, Blaðsíða 49
MENNTAMÁL
83
Kristjánssyni frá Bátsendum, þeim er hann hafði siglt
með utan fyrir nálega 11 árum, og tók ferðin 4 vikur.
Skólameistaraembættinu þjónaði hann í 9 ár með mikl-
um dugnaði og alúð, og „röggsemi í lærdómi og lifnaði"
(Sig. B. Sivertsen). Geta verður þess, að þunglyndi sótti á
hann á þessum árum.
Jón Þorkelsson var einn mesti lærdóms- og gáfumaður
þjóðarinnar á sinni tíð og talinn mesta latínuskáld Is-
lendinga fyrr og síðar. Hann hafði á námsárum sínum
erlendis lagt stund á mælskufræði, skáldskaparvísindi,
stærðfræði, grasafræði, læknisfræði og eðlisfræði og þjóð-
réttarvísindi. „Er skoðun Jóns á þjóðréttarstöðu landsins
hin merkilegasta, því að hann segir blátt áfram, að „land-
ið lúti konunginum alleina“ . . .“ Eftir hann liggur mikill
fjöldi rita í handriti, bæði í bundnu máli og óbundnu, frum-
saminna og þýddra á ýmsum tungumálum, þó mest á latínu,
enda var latínan eftirlætismál hans og alþjóðamál þeirra
tíma, sem hann mun hafa talið, að lifa mundi um aldir.
Hafa rit þessi verið lesin af fræðimönnum víða um lönd
og hvarvetna þótt hin merkustu. Hefur hann með ritum
þessum vakið þá athygli á landi og þjóð, sem ekki verður
metin að verðleikum, enda mun ísland hafa í mörgu haft
beint gagn af þessari landkynningu. Munu flest handrit
hans vera í erlendum söfnum, aðallega dönskum og einnig
brezkum, en afskriftir af ritum hans allflestum í Lands-
bókasafninu. Vonandi verður þess ekki langt að bíða, að
frumritin verði flutt heim, sem og önnur íslenzk handrit,
sem eru í Danmörku.
Álit Þorvalds Thoroddsen og Jóns Sigurðssonar.
Þorvaldur Thoroddsen hefur í Landfræðissögu Islands
ritað allýtarlega um Jón Þorkelsson og ritstörf hans, eink-
um að því er lýtur að þjóðar- og landslýsingum Jóns, en
Jón skrifaði um landafræði íslands í erlend landfræðirit
og leiðrétti þar með ranghermi ýmissa erlendra höfunda