Menntamál - 01.12.1954, Blaðsíða 115
MENNTAMÁL
149
Er skynsamlegt að leggja próf niður?
Margt liefur verið hugsað, rætt og ritað um próf og gildi þeirra
á undanförnum árum. Skoðanir manna eru nokkuð skiptar um það,
hvert sé hlutverk prófa, livert gagn sé að þeim, hvaða snið henti
hezt o. s. frv. Sjötta liefti þ. á. af Dansk pædagogisk tidskrift er ein-
vörðungu helgað hugleiðingum um þessi efni. í inngangsorðum seg-
ir ritstjórinn Georg Christensen:
„Hér á ekki að hefja almennar umræður urn próf. Nóg hefur verið
af þeim á liðnum árum. Hiklausir andstæðingar og játendur prófa
hafa skellt trúarjátningum sínum liver framan í annan, en hagnýtar
niðurstöður liafa engar orðið. En próf er flókið viðfangsefni, og á
síðasta áratug hefur sú breyting orðið á rökræðum, að menn hafa
tekið að greina þetta flókna efni sundur, og lausnar á afmörkuðum
vandamálum liefur verið leitað með athugunum og tilraunum. Síðan
trúir enginn á eina allsherjarlausn, próf eða ekki próf, í öllum grein-
um og í .öllum bekkjum. Hins vegar hafa rökræður orðið markvísari,
nákvæmari og frjórri um einstök viðfangsefni.
Rannsakað hefur verið, hversu áreiðanlegar prófseinkunnir eru.
Það liefur komið í ljós, að jafnvel reyndir prófdómarar gefa mis-
jafnar einkunnir fyrir sömu úrlausnir. Það hefur verið sannað, að
verkefni eru misþung frá ári til árs. Allir vita, að sumir prófdómarar
cru strangir, en aðrir mildir, og er því gildi einkunna þeirra ólíkt ...
Kröfurnar um breytta skipun á prófum í miðskólum eru sprottnai
af ósk um frjálsari og þroskavænlegri starfshætti með meiri ráðum
kennara um val á námsefni. Ósk þessi á sér víða rætur og er nátengd
þeirri breytingu, sem er að gerast á skilningi manna á hlutverki barna-
og unglingaskóla. Þegar það eitt var talið vera hlutverk skóla að veita
nemendum ákveðinn forða af þekkingu og temja þeim ákveðna
kunnáttu, var eðlilegt og gerlegt að mæla árangur kennslunnar að
lokum með skriflegum prófum og munnlegum yfirheyrslum í öllu
námsefni. En því gerr sem skóli setur sér það markmið að efla mann-
dóm og skapgerð nemanda því eðlilegra er, að rætt sé um gagnsemi
venjulegra prófa...“
Næstur fer dr. pliil. Alf Henriques og ritar um niðurfellingu munn-
legra prófa í móðurmáli (dönsku). Hann virðist yfirleilt vera and-
vígur munnlegu prófi í móðurmáli í áður greindum skólum og
telur ekki öðru hætt, þó að próf væru felld niður, en að kennslu-