Menntamál - 01.12.1954, Blaðsíða 16
50
MENNTAMÁL
b) Eða ollu því aðrar ástæður? Hverjar?
2. a) Eruð þér nú ánægð(ur) með starfið eða kysuð þér að hafa val-
ið annað starf?
b) Mynduð þér skipta, ef þér ættuð kost annars starfs við
svipuð lífskjör?
3. a) Hefur reynslan staðfest hugmyndir þær, er þér gerðuð yður
um kennslustarfið, og fullnægt Vonum þeim, er yður stóðu
til þess?
b) Hvað hefur helzt orðið á annan veg?
4. Hvaða hæfileikum teljið þér, að kennari þurfi einkum að
vera gæddur?
5. Hvað virðist yður, að helzt hafi skort á hagkvæman undir-
búning undir starf yðar, þegar þér hófuð það?
6. a) Hvert teljið þér vera eigi meginhlutverk skólanna?
b) Að hverju leyti teljið þér það ekki vera rækt sem skyldi?
7. a) Álítið þér, að afskipti ríkisvaldsins af uppeldismálum eigi að
vera önnur en nú er?
b) Ef svo er á hvern hátt?
8. Gerið í stuttu máli grein fyrir því, hvað þér teljið, að helzt
þyrfti að færa til betri vegar í uppeldismálum þjóðarinnar.
1 3. hefti Menntamála 1951 var frá því greint, að vet-
urinn 1947—1948 hefði starfandi barnakennurum verið
sendar nokkrar spurningar varðandi starf þeirra. Þar er og
gerð grein fyrir svörumkennara við einniþessaraspurninga
(nr. 4). Hér að ofan birtast spurningarnar í heild, og verða
nú rakin svör við nokkrum þeirra, 6., 7. og 8. spurningu, en
með þeim er leitað álits kennaranna á hlutverki skólans
og tillagna í uppeldismálum, innan skóla og utan. Fyrstu
spurningarnar snerta hins vegar kennarann sjálfan,
reynslu hans 1 starfi og viðhorf hans til þess. Þeim var
einkum ætlað að gefa ofurlitla hugmynd um manninn. Auð-
vitað verður sú hugmynd, sem þau gefa, misjafnlega skýr
og misjafnlega nærri sanni, en óneitanlega er oft skemmti-
legt að kynnast höfundum og fá samanburð við þá mynd,