Menntamál


Menntamál - 01.12.1954, Page 97

Menntamál - 01.12.1954, Page 97
menntamál 131 voru sendir sinn í hverja áttina, einn og einn til ýmissa staða, helzt smáborga eða þorpa með sem ólíkustum stað- háttum og atvinnulífi, til þess að gestunum gæfist kostur á að sjá og kynnast sem flestum hliðum þjóðlífsins. Ég get þessa til þess að gera ljóst, að hver einstaklingur gat ekki kynnzt af eigin sjón og raun meira en sáralitlum hluta af þessu víða landi og voldugu þjóð. Og af þeirri fræðslu, sem við fengum, skildum við, að ekki er hægt að draga ályktanir um alþýðufræðslu allra Bandaríkjanna af einni borg eða jafnvel einu ríki. Fræðslukröfur þær, sem gerðar eru í lögum allsherjarríkisins eru svo litlar og laus- legar að segja má, að hvert hinna 48 ríkja skipi skólamál- um sínum og fræðslulöggjöf algerlega að eigin vild. Því er það, að t. d. skólaskylda er mjög mislöng í ríkjunum og eins árlegur starfstími skóla. Fjöldi kirkju- eða trúarfélaga reka einkaskóla, og fer það þá mjög eftir efnahag og ástæðum, hve vel er að þeim skólum búið. Eykur þetta enn á mismuninn. Skólar hvers sambandsríkis eru mjög sjálfstæðir fjár- hagslega. Bæði hafa þeim verið lagðar arðbærar eignir, mest í löndum, og tryggðar fastar tekjur af ýmsum skött- um. Ríkið leggur lítið eitt fram, sums staðar ekki nema 10—15%. Skólanefndir annast því fjárreiður og hafa ráð skólanna og kennaranna í hendi sér, óháðar bæjar- og ríkis- stjórn. Þær eru kosnar almennum kosningum, og virtist mér litlu minni áhugi á því, hverjir næðu kosningu í skóla- nefnd en bæjarstjórn þar sem ég var staddur, er kosning fór fram. í dreifbýlinu úti á landsbyggðinni hefur orðið svipuð þróun og hér. Vélar leysa mannshöndina af hólmi, fólkið flytur til borga, skólar standa hálftómir. Öfluglega er unn- ið að því að sameina skólahverfi, reisa nýja, stóra skóla og flytja nemendurna til og frá í bílum. Ég kom í einn slíkan skóla, sem hafði 11 stóra langleiðavagna til þess að flytja börnin í skóla og úr.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.