Menntamál - 01.09.1964, Page 13
MENNTAMÁL
7
GUNNAR Aí. MAGNÚSS:
Nokkur orð um
„Hið íslenzka kennarafélag"
sjötíu og fimm ára.
I.
Á þeim fjórðungi aldar,
sem hér er talinn frá árinu
1885 til 1910, verða mestu
félagslegar breytingar og
byltingar í íslenzku þjóð-
líli, sem um getur, á jafn-
skömmum tíma, fyrr og
síðar. Þessar breytingar ná
til allra höfuðþátta í þjóð-
lífinu: lræðslu- og skóla-
mála, bókmennta, náttúru-
rannsókna, búnaðarmála,
sjómennsku og siglinga,
verkalýðsmála, atvinnu-
mála, fjármála, samgangna,
utanríkismála og stjórn-
mála í átt til sjálfstæðis. Þetta er ávöxturinn af löngu undir-
búningsstarfi liðinna kynslóða, en eftir 1874 og einkum
síðustu tugi 19. aldarinnar er eins og mörg og góð öfl leys-
ist úr læðingi og það fer vakning um landið, — vakning
til dáða og framfara. Þó er þetta á þeim tímum, þegar
mestu ísa- og harðindaár ríða ylir, — þegar 8 sinnum verð-